Erlent

Segjast hafa fellt 30 Tígra

Talsmenn stjórnarhersins á Srí Lanka segjast hafa fellt að minnsta kosti þrjátíu menn úr liði Tamíltígra í áhlaupi á búðir uppreisnarmannanna á austurhluta eyjarinnar. Átökin stóðu í tvo daga og féll einn hermaður og sautján særðust eftir því sem herinn greinir frá. Talsmenn Tamíltígra hafa ekki staðfest þetta.

Vopnahlé er að nafninu til á eyjunni milli stjórnvalda og Tamíltígra en Tígrarnir vilja koma á fót sjálfstæðu ríki á eyjunni. Yfir fjögur þúsund manns hafa fallið átökum á eyjunni síðastliðna 15 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×