Innlent

Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar.

Aðilar samkomulagsins eru sammála um mikilvægi þess að auka upplýsingaskipti milli aðilanna á sviði neytendaverndar til að stuðla að öruggu og heilbrigðu neytendaumhverfi og jafnframt að stuðla að því að efla efnahags- og viðskiptatengsl landanna.

Aðilar munu kappkosta að skiptast á upplýsingum meðal annars um ný stefnumið, lög og reglur landanna á sviði neytendaverndar. Skipst verður á upplýsingum um nýjar leiðir og aðferðir við eftirlit á sviði neytendaverndar.

Gert er ráð fyrir að Neytendastofa annist framkvæmd samkomulagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×