Innlent

Vilja aflétta trúnaði af raforkuverði

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vill gjarnan aflétta trúnaði af raforkuverði til að koma í veg fyrir ranghugmyndir en fullyrðir að orkusölusamningar vegna Helguvíkurálvers séu þeir hagstæðustu sem fyrirtækið hafi gert.

Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar sendi frá sér yfirlýsingu um þetta efni, væntanlega vegna umræðu um að orkuverðið sé 2,1 króna á kílóvattsstund - sem staðfest hefur verið af forstjóra fyrirtækisins. Hafa verður þó í huga að orkuverð er tengt álverði og dollaragengi og tekur því breytingum.

Trúnaður um orkuverðið er að frumkvæði kaupandans segja stjórnarmennirnir en sjálfir telja þeir æskilegast að það sé heppilegra til framtíðar litið að aflétta leynd af orkusölusamningum til stóriðju. Það komi í veg fyrir ranghugmyndir og misskilning sem mjög hafi borið á í umræðunni eins og segir í yfirlýhsingunni.

Stjórnarmenn gera að umræðu þann gjörning fulltrúa Vinstri grænna að víkja af stjórnarfundi vegna þess að því var hafnað að aflétta leynd af orkusölusamningnum. Fullyrða þeir samt að allir stjórnarmenn hafi verið upplýstir um efnisatriði samningsins vegna Helguvíkurálvers, þar á meðal upplýsingar um orkuverð.

Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að tap verði á orkusölunni til Helguvíkurálversins á samnignstímanum sem er 25 ár. Tapið nemi 840 milljónum króna. Blaðið segist byggja þessa útreikninga á forsendum sem Orkuveitan hafi upplýst um.

Í þessu dæmi er reiknað með kröfu um arðsemi uppá 10 prósent. Tilkostnaður Orkuveitunnar vegna þessa samnings mun borga sig upp á 30 árum miðað við þær forsendur sem Fréttablaðið gefur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×