Innlent

Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/GVA

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu.

Bakkavör hf. sem síðar varð Bakkavör Group var stofnað árið 1986. Fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í því að framleiða ferskar matvörur. Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf var hins vegar skráð í hlutafélagaskrá í október árið 2004 en það félag sér meðal annars um útleigu og rekstur fasteigna.

Eigendur Bakkavör Group töldu sig hafa einkarétt á nafninu og kröfðust þess í apríl á síðasta ári að með dómi yrði Eignarhaldsfélaginu Bakkavör ehf. meinað að nota nafnið.

Á það féllst dómarinn hins vegar ekki þar sem kæra Bakkavör Group kom tæpu einu og hálfu ári eftir að frestur til að leggja inn kæru rann út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×