Innlent

Ný ríkisstjórn mun eiga gott samstarf við Alcoa

Geir Haarde forsætisráðherra lofar Alcoa að núverandi ríkisstjórn muni eiga jafngott samstarf við fyrirtækið og sú fyrri. Þetta kom fram í erindi forsætisráðherra á opnunarhátíð nýs álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði sem er opnað með formlegum hætti í dag.

Um þúsund manns voru mættir á opnunarhátíðina klukkan tíu í morgun í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Í framhaldinu verður fjölbreytt dagskrá í bænum. Þá verða stórtónleikar í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram.

Hátíðahöldunum lýkur svo með fallhlífarstökki og listflugssýningu um klukkan tíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×