Innlent

Próflaus á skellinöðru

Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri. Þeim var báðum bent á að afinn væri ekki hafinn yfir lög og reglur og þetta væri með öllu óheimilt.

Unglingar geta fengið próf á létt bifhjól við 15 ára aldur. Fram að þeim aldri geta þau æft sig á viðurkenndum svæðum. Eitt slíkt er í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan bendir foreldrum og forráðamönnum áhugasamra vélhjólakrakka á að leita þangað. Æfingasvæðið er á Álfsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×