Innlent

Opnunarhátíð álvers Alcoa í Reyðarfirði

Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. MYND/Ísak Örn

Nýtt álver Fjarðaáls í Reyðarfirði verður opnað með formlegum hætti á mikilli hátíð í dag.

Opnunarhátíðin hófst nú klukkan tíu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði en þar flytja meðal annars Alain Belda, stjórnarformaður og forstjóri Alcoa, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræður. Í framhaldinu verður fjölbreytt dagskrá í bænum.

Þá verða stórtónleikar í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan nítján í kvöld þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma fram. Hátíðahöldunum lýkur svo með fallhlífarstökki og listflugssýningu um klukkan tíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×