Innlent

Erfiðlega gekk að gefa skipi Eimskips nafn

Ekki tókst að mölva kampavínsflöskuna í fyrstu atrennu við skírn á nýju frystiskipi Eimskips í Sundahöfn í gær. Forstjóri Eimskips segir að fall sé fararheill.

Dalfoss var nefndur eða skírður eins og gjarnan er notað um skip við hátíðlega athöfn í Sundahöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem skip er skírt í Sundahöfn en þar hafa þau hins vegar verið fermd og affermd árum saman. Skipið er nefnt eftir fossi í samræmi við hefð Eimskips en skipið verður í rekstri hjá dótturfélagi Eimskip í Noregi.

Dalfoss heitir eftir fossi í Vatnsdalsá í A-Húnavatnssýslu. Ekki gekk greiðlega að mölva kampavínsflöskuna á skiphliðinni þrátt fyrir að nýi Dalfoss sé sérstaklega styrktur til íshafssiglinga. Það hófst þó í annarri tilraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×