Innlent

Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger

Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin.

Í bæjarráði Kópavogs voru samþykktar tvær tillögur sem miða að því að rannsókn verði hafin á starfsemi næturklúbbsins Glodfinger en í viðtali við Ásgeir Davíðsson í Íslandi í dag kom fram að hann meinaði dönsurum að fara heim til sín í átta klukkustundir samfellt eftir að vakt þeirra væri lokið.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, telur að lög hafi verið brotin miðað við þessar yfirlýsingar á Stöð 2

Bæjarráðið samþykkti auk þess að skora á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort lög um atvinnuréttindi og ferðafrelsi hafi verið brotin hjá Goldfinger.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×