Innlent

Auglýsingar vegna Coke Zero í bága við siðareglur SÍA

Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsingar í tengslum við herferð Vífifells fyrir gosdrykkinn Coke Zero hafi brotið í bága við siðareglur sambandsins.

Sá sem kærði auglýsingarnar tilgreindi þrjár auglýsingar á Coke Zero, „Af hverju ekki konur með ZERO skoðanir", „Af hverju ekki kynlíf með Zero forleik?" og „Af hverju ekki konur með Zero bílpróf". 

Siðanefndin komst að því að þær brytu í gegn siðareglum um velsæmi. Er því beint til aðstandenda auglýsingaherferðarinnar að þeir hætti að birta eða breyti umræddum auglýsingum þannig að þær geti ekki talist niðurlægjandi fyrir konur né brjóti gegn almennri velsæmiskennd.

Það var auglýsingastofan Vatikanið sem gerði auglýsingarnar og samkvæmt greinargerð frá stofunni og Vífilfelli birtist hluti auglýsinganna fyrir misskilning og verur ekki birtur aftur. Er beðist velvirðingar á þeim birtingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×