Ingibjörg Sólrún á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda 8. júní 2007 18:06 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu Ingibjörg leiddi á fundinum umræður um loftslagsmál. Viðstaddir ráðherrarnir voru sammála um að Norðurlöndin ættu að beita sér fyrir því að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamningsins í Kaupmannahöfn 2009. Ráðherrarnir ræddu einnig um svæðisbundið samstarf, svo sem norðurslóðamál og hvernig efla megi vettvang Eystrasaltsráðsins. Þá voru rædd málefni Balkanskaga, einkum staða Kósóvó, alvarlegt ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs og neyðarástandið í Darfúr. Fyrir fundinn kynnti Ingibjörg sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Finnlandi og undirbúning stofnunar Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins í Helsinki þann 20. júní n.k. Ráðherra heimsótti útibú Kaupþings í Finnlandi og aðalskrifstofur Norræna fjárfestingarbankans. Að fundi loknum átti ráðherra fund með finnskum starfsbróður sínum, Ilkka Kanerva, og ræddu þau samskipti ríkjanna, m.a. viðskipti og fjárfestingar. Þau ræddu einnig samstarf Norðurlandanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og framboð ríkjanna til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísland er í framboði til öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009-2010 en Finnland fyrir tímabilið 2013-2014. Rætt var um helstu áherslur landanna og hvernig þau geta unnið saman á vettvangi öryggisráðsins. Öll Norðurlöndin vinna saman að því markmiði að Ísland og Finnland nái kjöri til öryggisráðsins fyrir ofangreind tímabil og líta á framboðin sem norræn framboð. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu Ingibjörg leiddi á fundinum umræður um loftslagsmál. Viðstaddir ráðherrarnir voru sammála um að Norðurlöndin ættu að beita sér fyrir því að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamningsins í Kaupmannahöfn 2009. Ráðherrarnir ræddu einnig um svæðisbundið samstarf, svo sem norðurslóðamál og hvernig efla megi vettvang Eystrasaltsráðsins. Þá voru rædd málefni Balkanskaga, einkum staða Kósóvó, alvarlegt ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs og neyðarástandið í Darfúr. Fyrir fundinn kynnti Ingibjörg sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Finnlandi og undirbúning stofnunar Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins í Helsinki þann 20. júní n.k. Ráðherra heimsótti útibú Kaupþings í Finnlandi og aðalskrifstofur Norræna fjárfestingarbankans. Að fundi loknum átti ráðherra fund með finnskum starfsbróður sínum, Ilkka Kanerva, og ræddu þau samskipti ríkjanna, m.a. viðskipti og fjárfestingar. Þau ræddu einnig samstarf Norðurlandanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og framboð ríkjanna til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísland er í framboði til öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009-2010 en Finnland fyrir tímabilið 2013-2014. Rætt var um helstu áherslur landanna og hvernig þau geta unnið saman á vettvangi öryggisráðsins. Öll Norðurlöndin vinna saman að því markmiði að Ísland og Finnland nái kjöri til öryggisráðsins fyrir ofangreind tímabil og líta á framboðin sem norræn framboð.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira