Fleiri fréttir Blés lífi í tveggja ára stelpu Litlu munaði að tveggja ára telpa drukknaði í sundlauginni að Lágafelli í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Sundlaugarvörður blés í hana lífi eftir að hún hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr lauginni þar sem hún kom niður úr rennibraut. 30.5.2007 19:44 Chavez hótar Globovision Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð sem gagnrýnt hefur störf hans. Fjórða daginn í röð kom til átaka á milli lögreglu og fólks sem mótmælti lokun RCTV-sjónvarpsstöðvarinnar í síðustu viku. 30.5.2007 19:15 Meðlagsgreiðendur búsettir erlendis skulda rúmlega 3 milljarða króna Foreldrar búsettir erlendis skulda Innheimtustofnun sveitarfélaga rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna í meðlög. Þeir eru rúmlega sautján hundruð talsins og búsettir í 87 löndum, hlutfallslega flestir búa í Danmörku og Bandaríkjunum. 30.5.2007 19:02 EFTA dómstóll leyfir auglýsingabann á netspilavítum Með dómi EFTA dómstólsins er ríkisvaldinu óheimilt að beita markaðshindunum með einkaleyfum í peningahappdrættum, lottói og spilakössum nema með þau skýru markmið að draga úr spilafíkn. Páll Hreinsson, lagaprófessor og stjórnarmaður í Happadrætti Háskólans telur ekki að þessi dómur hrófli við núverandi skipan. Aftur á móti vekji athygli að dómurinn heimili ríkinu að banna auglýsingar á peningaspili á netinu. 30.5.2007 18:59 Páfinn bað fyrir Madeleine 27 dagar eru liðnir síðan bresku telpunni Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í Portúgal og enn hefur ekkert til hennar spurst. Foreldrar Madeleine hittu Benedikt páfa sextánda í Róm í dag. Hann blessaði mynd af dóttur þeirra og bað fyrir fjölskyldu 30.5.2007 18:58 Reyk lagði yfir Seláshverfi Mikinn reyk lagði yfir íbúahverfi í Selási í Reykjavík í dag frá sinueldi á bökkum Elliðaánna. Eldurinn logaði skammt norðan hesthúsahverfisins í Víðidal. Það tók slökkvilið um 45 mínútur að slökkva bálið en eftir situr svartur gróður og eyðilagt fuglavarp á svæðinu en þarna verpa margar tegundir mófugla. 30.5.2007 18:55 Álversáhugi í Ölfusi Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð. 30.5.2007 18:54 Fyrrverandi forsætisráðherra Tælands bannað að taka þátt í stjórnmálum Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra í Tælandi fær ekki að taka þátt í stjórnmálum landsins næstu fimm árin. 110 aðrir háttsettir menn úr sama flokki fengu sama dóm nú fyrir stundu. 30.5.2007 18:24 Sigrún ekki vanhæf Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu olíufélagana þriggja, Kers, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs þess efnis að skipaður dómari í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, Sigrún Guðmundsdóttir, víki sæti vegna vanhæfis. 30.5.2007 17:57 Hæstiréttur snýr við úrskurði héraðsdóms Hæstiréttur féllst í dag á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi fyrir rán og ölvunarakstur til 25. júní. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður synjað sömu kröfu. 30.5.2007 17:37 Putin sýnir klærnar Rússneski ríkissaksóknarinn hefur sent helsta stjórnarandstöðuflokki landsins opinbera viðvörun vegna þess sem kallað er öfga-aðgerðir. Þessar öfga-aðgerðir felast í því að Yablonko flokkurinn hjálpaði þekktum pólitískum fréttaskýranda að gefa út bók þar sem Vladimir Putin forseti er harðlega gagnrýndur. 30.5.2007 16:51 Vatnajokull.is á kínversku Ferðamálafrömuðurinn Guðbrandur Jóhannsson sem á og rekur fyrirtækið Vatnajökul Travel hefur látið þýða heimasíðu sína vatnajokull.is <http://www.vatnajokull.is/> á kínversku. Ekki er algengt að íslenskir vefir séu þýddir á það mál, en Guðbrandur segir að þetta sé gert vegna vaxandi áhuga Kínverja á landinu og þá sérstaklega á S-Austur horninu. 30.5.2007 16:48 Ný frumvörp boða breytingar á reglum fjármálamarkaðar Viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn þrjú frumvörp til sem munu hafa töluverð áhrif á fjármálamarkað hér á landi nái þau fram að ganga. Þetta kemur fram Vegvísi greiningar Landsbankans. Frumvörpin fela meðal annars í sér margvíslegar breytingar á fjárfestingarráðgjöf og að fyllri ákvæði verði sett um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. 30.5.2007 16:44 EFTA dómur hefur ekki áhrif á fjárhættustarfsemi á Íslandi Ólíkleg er að dómur EFTA dómstólsins í tengslum við rekstur fjárhættustarfsemi í Noregi muni hafa áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hann segir dóminn undirstrika það sem áður hefur komið fram og málið sé í höndum stjórnvalda líkt og áður fyrr. Framkvæmdastjóri Íslandsspila, sem rekur spilakassa Rauða krossins, segir dóminn engin áhrif hafa á sinn rekstur. 30.5.2007 16:22 Þið munið gleyma 11. september Bandarískur talsmaður al-Kæda hefur hótað Bandaríkjunum verri árás en gerð var 9/11, ef Bush forseti kalli ekki bandarískar hersveitir heim frá öllum ríkjum múslima. Adam Gadahn hefur komið fram á mörgum myndböndum sem talin eru komin frá al-Kæda síðan árið 2005. Hann er Bandaríkjamaður af Gyðingaættum sem snerist til múslimatrúar. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir föðurlandssvik og fer huldu höfði. 30.5.2007 16:21 Taka á sig krók vegna framkvæmda við Alþingishús Þingmenn, ráðherrar, forseti og biskup landsins þurfa að taka á sig krók að lokinni þingsetningarathöfn í Dómkirkjunni á morgun þegar gengið verður til þinghússins. Það er vegna viðgerða á Alþingishúsinu. 30.5.2007 15:48 Vilja taka barnaníðinga af lífi Þeirri hugmynd að taka barnaníðinga af lífi jafnvel þótt þeir myrði ekki fórnarlömb sín vex fylgi í Bandaríkjunum. Hæstiréttur í Lousianaríki staðfesti í síðustu viku slíkan dauðadóm. Fimm ríki Bandaríkjanna hafa þegar sett lög sem geta leitt til dauðadóms yfir mönnum 30.5.2007 15:34 Slökkvistarfi lokið í Víðidal Slökkviliðið hefur lokið við að slökkva sinuelda sem kviknuðu í Víðidal fyrr í dag. Það var lögregla sem tilkynnti slökkviliði um eldinn en hann logaði rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið í dalnum. 30.5.2007 15:33 Lúðvík nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Lúðvík Bergvinsson var kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar á fundi í hádeginu í dag. Hann tekur við af Össuri Skarphéðinssyni sem nú er orðinn iðnaðarráðherra. 30.5.2007 14:49 Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir mjög alvarlegt kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. 30.5.2007 14:41 Bann gegn einkarekinni fjárhættustarfsemi mögulega ólögleg Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. 30.5.2007 14:41 Sinueldar á bökkum Elliðaánna -varpsvæði í hættu Slökkviliðið berst nú við sinuelda í Víðidal. Eldarnir loga rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið. Reyk leggur yfir íbúðarhús í Seláshverfi. Talið er nokkuð víst þarna hafi verið kveikt í. Það getur verið hættulegur leikur svona nálægt mannabyggð. Þarna er til dæmis leiksvæði barna. 30.5.2007 14:34 Vegabréf Eichmanns fundið Falsað vegabréf sem nazistaforinginn Adolf Eichmann notaði til þess að flýja til Argentínu hefur fundist í Buenos Aires. Eichmann hafði yfirumsjón með helförinni gegn Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hann lagði meðal annars til breytingar á gasklefunum til þess að þar væri hægt að myrða fleira fólk á skemmri tíma. 30.5.2007 14:05 Vanskil aukast hjá fyrirtækjum Vanskil fyrirtækja hafa aukist um tæplegan helming á síðastliðnum tveimur árum samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Vanskil fyrirtækja jukust um 0,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma lækka vanskil einstaklinga á milli ára. Aukning í vanskilum fyrirtækja tengist fyrst og fremst yfirdráttarlánum. 30.5.2007 13:58 Ávextir síðustu Ástarviku líta dagsins ljós Bolvíkingar geta glaðst þessa dagana því ávextir síðustu Ástarviku, tvö börn, litu dagsins ljós í mánuðinum. Markmið ástarvikunnar er meðal annars að fjölga íbúum í sveitarfélaginu og er óhætt að segja að heimturnar í ár hafi verið betri en í fyrra en þá kom ekkert barn í heiminn. 30.5.2007 13:44 Kambur selur Halla Eggerts Kambur á Flateyri hefur handsalað sölu á tveimur af bátum sínum til fyrirtækja á norðanverðurm Vestjföðrum. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði er um að ræða bátana Halla Eggerts ÍS og Kristján ÍS. 30.5.2007 13:21 Lítið borið á geitungum í vor Minna hefur borið á geitungum í vor miðað sama tímabil í fyrra og lítið um útköll vegna geitungabúa að sögn meindýraeyða. Þeir segja kuldakastið í byrjun maímánaðar hugsanlega haft áhrif á geitungastofninn hér á landi en alls ekki útilokað að hann muni taka við sér seinna í sumar. 30.5.2007 13:19 Segir vinnubrögð við neðri hluta Þjórsár hefðbundin Landsvirkjun segir það eðileg vinnubrögð að semja við landeigendur við neðri hluta Þjórsár samhliða því að að hanna virkjanir á staðnum. Þessi vinnubrögð séu í samræmi við starfshætti fyrirtækisins á öðrum virkjanasvæðum í gegnum tíðina. 30.5.2007 13:15 Pyntingahandbók al-Kæda Hryðjuverkasamtökin al-Kæda nota meðal annars logsuðutæki, straujárn, rafmagnsbora og kjötkróka við að pynta fanga sína. Bandarískir hermenn fundu fyrir nokkru handbók al-Kæda um pyntingar. Handbókin er með teiknuðum skýringarmyndum. Bókin fannst þegar hermennirnir réðust inn í hús í Bagdad til þess að frelsa fimm Íraka sem þar voru í haldi. Þeir höfðu allir verið pyntaðir. 30.5.2007 13:06 Chavez hótar að loka annarri sjónvarpsstöð Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð í landinu sem hefur gagnrýnt stjórn hans. Í síðustu viku fékk stór sjónvarpsstöð í höfuðborginni Caracas leyfi sitt ekki endurnýjað þar sem Chavez sagði stjórnendur hennar hafa á sínum tíma tekið þátt í valdaránstilraun gegn sér. 30.5.2007 13:00 Útgerðir vilja ekki styðja sjómannadaginn á Akureyri Engin opinber hátíðarhöld verða á sjómannadaginn á Akureyri þar sem útgerðirnar í bænum vilja ekki lengur leggja neitt af mörkum til að svo megi verða. 30.5.2007 12:45 Telur Mahdi-sveitir hafa rænt Bretum í Bagdad Enn hefur ekkert spurst til fimm Breta sem rænt var í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra landsins, sagði í morgun líklegra að liðsmenn Mahdi-herdeildanna, sem tengjast sjíaklerknum Muqtada al-Sadr, hefðu staðið á bak við ránið. 30.5.2007 12:30 Samfylkingin skipar í nefndir og velur þingflokksformann Þingflokkur Samfylkingarinnar hittist nú rétt fyrir hádegi til að undirbúa sumarþingið sem hefst á morgun. Þar er verið að skipa í nefndir og ráð velja þingflokksformann. 30.5.2007 12:27 Blair styður hertar refsiaðgerðir gegn Súdan Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í morgun yfir fullum stuðningi við hertum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn súdönsku ríkisstjórninni vegna ástandsins í Darfur-héraði. 30.5.2007 12:15 Áfengisauglýsingar sífellt fyrirferðarmeiri á netsíðum unglinga Áfengisauglýsingar á netinu verða sífellt fyrirferðameiri á netsíðum unglinga. Þær geta skekkt mynd þeirra af því hvað telst hófleg áfengisneysla. Auk þess eru auglýsingarnar oftast kyngerðar og byggja upp kvenfjandsamlega ímynd. Þetta kom fram á morgunverðarfundi í Neskirkju um netið og siðferði. 30.5.2007 12:08 Slysahætta mest á Reykjanesbraut Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þess árs urðu á Reykjanesbraut eða alls 105 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Fjölgaði þeim um 13 miðað við sama tímabil í fyrra. Auk Reykjanesbrautar skipa Miklabraut, Bústaðavegur, Hringbraut og Vesturlandsvegur hóp þeirra gatna þar sem umferðaróhöpp eru tíðust. 30.5.2007 12:08 Funduðu um byggingu álvers Alcan í Þorlákshöfn Fulltrúar Alcan í Straumsvík áttu fund með sveitarstjónarmönnum í Þorlákshöfn í gær til að kanna möguleikann á því að reisa nýtt 280 þúsund tonna álver þar. Viðmót Þorlákshafnarbúa gagnvart álveri er allt annað en Hafnfirðinga - segir talsmaður Alcan. 30.5.2007 12:00 Dæmdur fyrir líkamsárás og ölvunarakstur Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo skilorðsbundna, í Héraðsdómir Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás og ölvunarakstur. Hann var jafnramt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúmlega 150 þúsund krónur í skaðabætur og enn fremur var hann sviptur ökurétti ævilagt. 30.5.2007 11:37 Setja 400 milljónir í endurbætur á götum og gangstéttum Áætlað er að endurbætur á götum og gangstéttum á Seltjarnarnesi muni kosta um 400 milljónir króna. Framkvæmdunum er skipt upp í fjóra áfanga sem kláraðir verða á næstu fjórum árum. Búið er að bjóða fyrsta áfangann út en hann nær til endurnýjunar á gangstéttum á Sæbraut, Sólbraut, Selbraut og Skerjabraut. 30.5.2007 11:23 Ákæra ellefu stríðsmenn fyrir hryðjuverk í Nahr el-Bared Líbönsk stjórnvöld gáfu í dag út ákæru á hendur ellefu félögum í samtökunum Fatah al-Islam fyrir hryðjuverkastarfsemi en samtökin hafa tekist á við líbanska herinn í palestínsku flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í Trípóli. Átök héldu áfram í búðunum í nótt. 30.5.2007 11:15 Yoko Ono hámaði í sig hund Yoko Ono hámaði í gær í sig hund, ásamt þekktum breskum listamanni. Þetta fór fram í beinni útsendingu á útvarpsþætti. Og það var enginn venjulegur hundur sem þau átu heldur eðalhundur af Corgi kyni, en það er uppáhalds hundakyn Elísabetar drottningar. Yoko Ono og Mark McGowan voru að mótmæla því að Filipus prins eiginmaður drottningarinnar skaut ref fyrr á þessu ári. 30.5.2007 10:58 Demókrataflokkur Taílands sýknaður af ákæru um kosningasvik Stjórnarskrárdómstóll í Taílandi sýknaði í morgun Demókrataflokk landsins af ákæru um að hafa haft rangt við í kosningum í apríl 2006. Hefði dómstóllinn sakfellt flokkinn hefði hann hugsanlega verið útilokaður frá stjórnmálum og sömuleiðis fjöldi flokksmanna. 30.5.2007 10:45 Alþingi kemur saman á morgun Alþingi kemur saman á morgun í fyrsta skipti eftir kosningar. Að venju hefst þingsetning með guðþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13.30 en að henni lokinni ganga alþingismenn fylktu liði ásamt forseta Íslands, biskupi og ráðherrum til þinghússins. Þar mun forseti svo setja 134. löggjafarþing Íslendinga. 30.5.2007 10:35 Íslensku menntaverðlaunin veitt í þriðja sinn Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í kvöld í þriðja sinn. Það er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem það gerir við hátíðlega afhöfn í Ingunnarskóla. 30.5.2007 10:19 Peres tilkynnir formlega um framboð sitt Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í morgun formlega að hann hygðist bjóða sig fram til forseta landsins. Það er Knesset, ísraelska þingið, sem velur nýjan forseta í stað Moshes Katsavs þann 13. júní næstkomandi. 30.5.2007 10:12 Sjá næstu 50 fréttir
Blés lífi í tveggja ára stelpu Litlu munaði að tveggja ára telpa drukknaði í sundlauginni að Lágafelli í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Sundlaugarvörður blés í hana lífi eftir að hún hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr lauginni þar sem hún kom niður úr rennibraut. 30.5.2007 19:44
Chavez hótar Globovision Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð sem gagnrýnt hefur störf hans. Fjórða daginn í röð kom til átaka á milli lögreglu og fólks sem mótmælti lokun RCTV-sjónvarpsstöðvarinnar í síðustu viku. 30.5.2007 19:15
Meðlagsgreiðendur búsettir erlendis skulda rúmlega 3 milljarða króna Foreldrar búsettir erlendis skulda Innheimtustofnun sveitarfélaga rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna í meðlög. Þeir eru rúmlega sautján hundruð talsins og búsettir í 87 löndum, hlutfallslega flestir búa í Danmörku og Bandaríkjunum. 30.5.2007 19:02
EFTA dómstóll leyfir auglýsingabann á netspilavítum Með dómi EFTA dómstólsins er ríkisvaldinu óheimilt að beita markaðshindunum með einkaleyfum í peningahappdrættum, lottói og spilakössum nema með þau skýru markmið að draga úr spilafíkn. Páll Hreinsson, lagaprófessor og stjórnarmaður í Happadrætti Háskólans telur ekki að þessi dómur hrófli við núverandi skipan. Aftur á móti vekji athygli að dómurinn heimili ríkinu að banna auglýsingar á peningaspili á netinu. 30.5.2007 18:59
Páfinn bað fyrir Madeleine 27 dagar eru liðnir síðan bresku telpunni Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í Portúgal og enn hefur ekkert til hennar spurst. Foreldrar Madeleine hittu Benedikt páfa sextánda í Róm í dag. Hann blessaði mynd af dóttur þeirra og bað fyrir fjölskyldu 30.5.2007 18:58
Reyk lagði yfir Seláshverfi Mikinn reyk lagði yfir íbúahverfi í Selási í Reykjavík í dag frá sinueldi á bökkum Elliðaánna. Eldurinn logaði skammt norðan hesthúsahverfisins í Víðidal. Það tók slökkvilið um 45 mínútur að slökkva bálið en eftir situr svartur gróður og eyðilagt fuglavarp á svæðinu en þarna verpa margar tegundir mófugla. 30.5.2007 18:55
Álversáhugi í Ölfusi Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð. 30.5.2007 18:54
Fyrrverandi forsætisráðherra Tælands bannað að taka þátt í stjórnmálum Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra í Tælandi fær ekki að taka þátt í stjórnmálum landsins næstu fimm árin. 110 aðrir háttsettir menn úr sama flokki fengu sama dóm nú fyrir stundu. 30.5.2007 18:24
Sigrún ekki vanhæf Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu olíufélagana þriggja, Kers, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs þess efnis að skipaður dómari í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, Sigrún Guðmundsdóttir, víki sæti vegna vanhæfis. 30.5.2007 17:57
Hæstiréttur snýr við úrskurði héraðsdóms Hæstiréttur féllst í dag á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi fyrir rán og ölvunarakstur til 25. júní. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður synjað sömu kröfu. 30.5.2007 17:37
Putin sýnir klærnar Rússneski ríkissaksóknarinn hefur sent helsta stjórnarandstöðuflokki landsins opinbera viðvörun vegna þess sem kallað er öfga-aðgerðir. Þessar öfga-aðgerðir felast í því að Yablonko flokkurinn hjálpaði þekktum pólitískum fréttaskýranda að gefa út bók þar sem Vladimir Putin forseti er harðlega gagnrýndur. 30.5.2007 16:51
Vatnajokull.is á kínversku Ferðamálafrömuðurinn Guðbrandur Jóhannsson sem á og rekur fyrirtækið Vatnajökul Travel hefur látið þýða heimasíðu sína vatnajokull.is <http://www.vatnajokull.is/> á kínversku. Ekki er algengt að íslenskir vefir séu þýddir á það mál, en Guðbrandur segir að þetta sé gert vegna vaxandi áhuga Kínverja á landinu og þá sérstaklega á S-Austur horninu. 30.5.2007 16:48
Ný frumvörp boða breytingar á reglum fjármálamarkaðar Viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn þrjú frumvörp til sem munu hafa töluverð áhrif á fjármálamarkað hér á landi nái þau fram að ganga. Þetta kemur fram Vegvísi greiningar Landsbankans. Frumvörpin fela meðal annars í sér margvíslegar breytingar á fjárfestingarráðgjöf og að fyllri ákvæði verði sett um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. 30.5.2007 16:44
EFTA dómur hefur ekki áhrif á fjárhættustarfsemi á Íslandi Ólíkleg er að dómur EFTA dómstólsins í tengslum við rekstur fjárhættustarfsemi í Noregi muni hafa áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hann segir dóminn undirstrika það sem áður hefur komið fram og málið sé í höndum stjórnvalda líkt og áður fyrr. Framkvæmdastjóri Íslandsspila, sem rekur spilakassa Rauða krossins, segir dóminn engin áhrif hafa á sinn rekstur. 30.5.2007 16:22
Þið munið gleyma 11. september Bandarískur talsmaður al-Kæda hefur hótað Bandaríkjunum verri árás en gerð var 9/11, ef Bush forseti kalli ekki bandarískar hersveitir heim frá öllum ríkjum múslima. Adam Gadahn hefur komið fram á mörgum myndböndum sem talin eru komin frá al-Kæda síðan árið 2005. Hann er Bandaríkjamaður af Gyðingaættum sem snerist til múslimatrúar. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir föðurlandssvik og fer huldu höfði. 30.5.2007 16:21
Taka á sig krók vegna framkvæmda við Alþingishús Þingmenn, ráðherrar, forseti og biskup landsins þurfa að taka á sig krók að lokinni þingsetningarathöfn í Dómkirkjunni á morgun þegar gengið verður til þinghússins. Það er vegna viðgerða á Alþingishúsinu. 30.5.2007 15:48
Vilja taka barnaníðinga af lífi Þeirri hugmynd að taka barnaníðinga af lífi jafnvel þótt þeir myrði ekki fórnarlömb sín vex fylgi í Bandaríkjunum. Hæstiréttur í Lousianaríki staðfesti í síðustu viku slíkan dauðadóm. Fimm ríki Bandaríkjanna hafa þegar sett lög sem geta leitt til dauðadóms yfir mönnum 30.5.2007 15:34
Slökkvistarfi lokið í Víðidal Slökkviliðið hefur lokið við að slökkva sinuelda sem kviknuðu í Víðidal fyrr í dag. Það var lögregla sem tilkynnti slökkviliði um eldinn en hann logaði rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið í dalnum. 30.5.2007 15:33
Lúðvík nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Lúðvík Bergvinsson var kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar á fundi í hádeginu í dag. Hann tekur við af Össuri Skarphéðinssyni sem nú er orðinn iðnaðarráðherra. 30.5.2007 14:49
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir mjög alvarlegt kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. 30.5.2007 14:41
Bann gegn einkarekinni fjárhættustarfsemi mögulega ólögleg Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. 30.5.2007 14:41
Sinueldar á bökkum Elliðaánna -varpsvæði í hættu Slökkviliðið berst nú við sinuelda í Víðidal. Eldarnir loga rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið. Reyk leggur yfir íbúðarhús í Seláshverfi. Talið er nokkuð víst þarna hafi verið kveikt í. Það getur verið hættulegur leikur svona nálægt mannabyggð. Þarna er til dæmis leiksvæði barna. 30.5.2007 14:34
Vegabréf Eichmanns fundið Falsað vegabréf sem nazistaforinginn Adolf Eichmann notaði til þess að flýja til Argentínu hefur fundist í Buenos Aires. Eichmann hafði yfirumsjón með helförinni gegn Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hann lagði meðal annars til breytingar á gasklefunum til þess að þar væri hægt að myrða fleira fólk á skemmri tíma. 30.5.2007 14:05
Vanskil aukast hjá fyrirtækjum Vanskil fyrirtækja hafa aukist um tæplegan helming á síðastliðnum tveimur árum samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Vanskil fyrirtækja jukust um 0,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma lækka vanskil einstaklinga á milli ára. Aukning í vanskilum fyrirtækja tengist fyrst og fremst yfirdráttarlánum. 30.5.2007 13:58
Ávextir síðustu Ástarviku líta dagsins ljós Bolvíkingar geta glaðst þessa dagana því ávextir síðustu Ástarviku, tvö börn, litu dagsins ljós í mánuðinum. Markmið ástarvikunnar er meðal annars að fjölga íbúum í sveitarfélaginu og er óhætt að segja að heimturnar í ár hafi verið betri en í fyrra en þá kom ekkert barn í heiminn. 30.5.2007 13:44
Kambur selur Halla Eggerts Kambur á Flateyri hefur handsalað sölu á tveimur af bátum sínum til fyrirtækja á norðanverðurm Vestjföðrum. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði er um að ræða bátana Halla Eggerts ÍS og Kristján ÍS. 30.5.2007 13:21
Lítið borið á geitungum í vor Minna hefur borið á geitungum í vor miðað sama tímabil í fyrra og lítið um útköll vegna geitungabúa að sögn meindýraeyða. Þeir segja kuldakastið í byrjun maímánaðar hugsanlega haft áhrif á geitungastofninn hér á landi en alls ekki útilokað að hann muni taka við sér seinna í sumar. 30.5.2007 13:19
Segir vinnubrögð við neðri hluta Þjórsár hefðbundin Landsvirkjun segir það eðileg vinnubrögð að semja við landeigendur við neðri hluta Þjórsár samhliða því að að hanna virkjanir á staðnum. Þessi vinnubrögð séu í samræmi við starfshætti fyrirtækisins á öðrum virkjanasvæðum í gegnum tíðina. 30.5.2007 13:15
Pyntingahandbók al-Kæda Hryðjuverkasamtökin al-Kæda nota meðal annars logsuðutæki, straujárn, rafmagnsbora og kjötkróka við að pynta fanga sína. Bandarískir hermenn fundu fyrir nokkru handbók al-Kæda um pyntingar. Handbókin er með teiknuðum skýringarmyndum. Bókin fannst þegar hermennirnir réðust inn í hús í Bagdad til þess að frelsa fimm Íraka sem þar voru í haldi. Þeir höfðu allir verið pyntaðir. 30.5.2007 13:06
Chavez hótar að loka annarri sjónvarpsstöð Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð í landinu sem hefur gagnrýnt stjórn hans. Í síðustu viku fékk stór sjónvarpsstöð í höfuðborginni Caracas leyfi sitt ekki endurnýjað þar sem Chavez sagði stjórnendur hennar hafa á sínum tíma tekið þátt í valdaránstilraun gegn sér. 30.5.2007 13:00
Útgerðir vilja ekki styðja sjómannadaginn á Akureyri Engin opinber hátíðarhöld verða á sjómannadaginn á Akureyri þar sem útgerðirnar í bænum vilja ekki lengur leggja neitt af mörkum til að svo megi verða. 30.5.2007 12:45
Telur Mahdi-sveitir hafa rænt Bretum í Bagdad Enn hefur ekkert spurst til fimm Breta sem rænt var í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra landsins, sagði í morgun líklegra að liðsmenn Mahdi-herdeildanna, sem tengjast sjíaklerknum Muqtada al-Sadr, hefðu staðið á bak við ránið. 30.5.2007 12:30
Samfylkingin skipar í nefndir og velur þingflokksformann Þingflokkur Samfylkingarinnar hittist nú rétt fyrir hádegi til að undirbúa sumarþingið sem hefst á morgun. Þar er verið að skipa í nefndir og ráð velja þingflokksformann. 30.5.2007 12:27
Blair styður hertar refsiaðgerðir gegn Súdan Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í morgun yfir fullum stuðningi við hertum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn súdönsku ríkisstjórninni vegna ástandsins í Darfur-héraði. 30.5.2007 12:15
Áfengisauglýsingar sífellt fyrirferðarmeiri á netsíðum unglinga Áfengisauglýsingar á netinu verða sífellt fyrirferðameiri á netsíðum unglinga. Þær geta skekkt mynd þeirra af því hvað telst hófleg áfengisneysla. Auk þess eru auglýsingarnar oftast kyngerðar og byggja upp kvenfjandsamlega ímynd. Þetta kom fram á morgunverðarfundi í Neskirkju um netið og siðferði. 30.5.2007 12:08
Slysahætta mest á Reykjanesbraut Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þess árs urðu á Reykjanesbraut eða alls 105 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Fjölgaði þeim um 13 miðað við sama tímabil í fyrra. Auk Reykjanesbrautar skipa Miklabraut, Bústaðavegur, Hringbraut og Vesturlandsvegur hóp þeirra gatna þar sem umferðaróhöpp eru tíðust. 30.5.2007 12:08
Funduðu um byggingu álvers Alcan í Þorlákshöfn Fulltrúar Alcan í Straumsvík áttu fund með sveitarstjónarmönnum í Þorlákshöfn í gær til að kanna möguleikann á því að reisa nýtt 280 þúsund tonna álver þar. Viðmót Þorlákshafnarbúa gagnvart álveri er allt annað en Hafnfirðinga - segir talsmaður Alcan. 30.5.2007 12:00
Dæmdur fyrir líkamsárás og ölvunarakstur Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo skilorðsbundna, í Héraðsdómir Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás og ölvunarakstur. Hann var jafnramt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúmlega 150 þúsund krónur í skaðabætur og enn fremur var hann sviptur ökurétti ævilagt. 30.5.2007 11:37
Setja 400 milljónir í endurbætur á götum og gangstéttum Áætlað er að endurbætur á götum og gangstéttum á Seltjarnarnesi muni kosta um 400 milljónir króna. Framkvæmdunum er skipt upp í fjóra áfanga sem kláraðir verða á næstu fjórum árum. Búið er að bjóða fyrsta áfangann út en hann nær til endurnýjunar á gangstéttum á Sæbraut, Sólbraut, Selbraut og Skerjabraut. 30.5.2007 11:23
Ákæra ellefu stríðsmenn fyrir hryðjuverk í Nahr el-Bared Líbönsk stjórnvöld gáfu í dag út ákæru á hendur ellefu félögum í samtökunum Fatah al-Islam fyrir hryðjuverkastarfsemi en samtökin hafa tekist á við líbanska herinn í palestínsku flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í Trípóli. Átök héldu áfram í búðunum í nótt. 30.5.2007 11:15
Yoko Ono hámaði í sig hund Yoko Ono hámaði í gær í sig hund, ásamt þekktum breskum listamanni. Þetta fór fram í beinni útsendingu á útvarpsþætti. Og það var enginn venjulegur hundur sem þau átu heldur eðalhundur af Corgi kyni, en það er uppáhalds hundakyn Elísabetar drottningar. Yoko Ono og Mark McGowan voru að mótmæla því að Filipus prins eiginmaður drottningarinnar skaut ref fyrr á þessu ári. 30.5.2007 10:58
Demókrataflokkur Taílands sýknaður af ákæru um kosningasvik Stjórnarskrárdómstóll í Taílandi sýknaði í morgun Demókrataflokk landsins af ákæru um að hafa haft rangt við í kosningum í apríl 2006. Hefði dómstóllinn sakfellt flokkinn hefði hann hugsanlega verið útilokaður frá stjórnmálum og sömuleiðis fjöldi flokksmanna. 30.5.2007 10:45
Alþingi kemur saman á morgun Alþingi kemur saman á morgun í fyrsta skipti eftir kosningar. Að venju hefst þingsetning með guðþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13.30 en að henni lokinni ganga alþingismenn fylktu liði ásamt forseta Íslands, biskupi og ráðherrum til þinghússins. Þar mun forseti svo setja 134. löggjafarþing Íslendinga. 30.5.2007 10:35
Íslensku menntaverðlaunin veitt í þriðja sinn Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í kvöld í þriðja sinn. Það er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem það gerir við hátíðlega afhöfn í Ingunnarskóla. 30.5.2007 10:19
Peres tilkynnir formlega um framboð sitt Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í morgun formlega að hann hygðist bjóða sig fram til forseta landsins. Það er Knesset, ísraelska þingið, sem velur nýjan forseta í stað Moshes Katsavs þann 13. júní næstkomandi. 30.5.2007 10:12