Fleiri fréttir

Zoellick verður næsti forseti Alþjóðabankans

George Bush, forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan forseta Alþjóðabankans en núverandi forseti, Paul Wolfowits lætur af embætti í lok júní í skugga hneykslismáls. Robert Zoellick mun taka við að Wolfowitz.

Jeppi ók aftan á fólksbíl og valt í kjölfarið

Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi nú fyrir stundu þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Jeppinn virðist hafa ekið aftan á bílinn og oltið í kjölfarið. Óhappið átti sér stað við aðreinina inn á Kársnesbraut í Kópavogi. Sjúkralið kom óvenju fljótt á vettvang, því sjúkrabíll átti leið hjá rétt eftir að slysið hafði átt sér stað.

Nordica verður hlekkur í Hilton keðjunni

Icelandair Hotels, dótturfyrirtæki Icelandair Group og Hilton Hotels Corporation hafa gert með sér samning þess efnis að Nordica hótelið í Reykjavík verði hluti af Hilton hótelkeðjunni og heiti framvegis "Hilton Reykjavik Nordica".

Impregilo vísar ásökunum á bug

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo sendi í kvöld frá sér ítarlega tilkynningu vegna meintra ásakana sem fyrirtækið segir að bornar hafi verið á það að undanförnu. Impregilo segir um rangfærslur að ræða.

Chavez á enn í stríði við sjónvarpsstöðvar

Ríkisstjórn Venesúela hefur ásakað þarlenda sjónvarpsstöð um að hvetja til þess að forseti landsins Hugo Chavez verði myrtur. Ásökunin kemur strax í kjölfar þess að stjórnin lét loka annari sjónvarpsstöð í landinu en sú ákvörðun olli uppþotum í höfuðborginni Caracas og víðar.

Leitað að fólki sem gæti hafa smitast af illvígum berklum

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld leita nú logandi ljósi að fóli sem kann að hafa smitast af ólæknandi berklum um borð í tveimur flugvélum fyrr í mánuðinum. Þessi tiltekna tegund berkla er ónæm fyrir hefðbundnum berklalyfjum. Bandarískur ríkisborgari sem var um borð í báðum flugvélunum hefur verið greindur með berkla af þessari tegund og er nú leitað að fleirum sem kunna að hafa smitast.

Mikill verðmunur á milli skólamötuneyta

Neytendastofa hefur gert verðkönnun í skólamötuneytum um land allt. Í könnuninni kemur margt fróðlegt fram en sérstaklega var kannað hvort skýrir skilmálar væru í gildi í grunnskólum um verðmyndun og verðlagningu. Í ljós kom að algengt er að skilmálar séu óljósir um kostnaðarskiptinguna á milli hráefnis og annars kostnaðar við máltíðirnar.

Portúgalski sendiherrann á leið til landsins

Sendiherra Portúgals í Noregi hefur boðað komu sína til Íslands til að kanna aðstæður landa sinna á Kárahnjúkum. Fyrrverandi verkamenn þar líkja starfinu við þrælahald. Upplýsingafulltrúi Impregilo býður sendiherrann velkominn á Kárahnjúka.

Keppt um nýra í beinni

Þátttakendur í hollenskum raunveruleikaþætti munu keppa um nýra úr dauðvona konu næstkomandi föstudag. Stjórnvöld hafa biðlað til sjónvarpsstöðvarinnar um að hætta við sýningu þáttarins, en aðstandendur þáttarins segja umræðuna varpa ljósi á erfiða stöðu líffæraþega.

Prjónar og málar - einhent

Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.

Stjórnarandstaðan gagnrýnir breytingatillögur ríkisstjórnarinnar

Stjórnarandstaðan gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á nefndarskipan Alþingis til samræmis við breytingar á lögum um stjórnarráð Íslands. Þá telur formaður Framsóknarflokksins ekki skynsamlegt að færa landbúnaðarháskólana frá landbúnaðarráðuneyti yfir til menntamálaráðuneytisins.

Ríkið hefur betur í þjóðlenduúrskurðum

Óbyggðanefnd kvað upp úrskurði í fimm þjóðlendumálum á Norðausturlandi í dag. Stór hluti af kröfum fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, var tekinn til greina og eignarlandskröfum þar með að talsverðu leyti hafnað.

Viðskiptaráðherra ekki mótfallinn kynjakvóta

Nýr viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, vill skoða þann möguleika að beita lagasetningu til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Til að ná stórstígum framförum, segir hann, þarf stundum róttækar aðgerðir.

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni með hvalveiðum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með hvalveiðum Íslendinga. Hún segir að aðrir en hún hafi nestað sendinefnd Íslands á þing Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir.

Ólga hjá eldri borgurum

Mikil ólga er innan Landssambands eldri borgara og kemur til uppgjörs á landsþingi sambandsins um næstu helgi. Þar verður kosið á milli núverandi formanns og fromannsefnis uppstillinganefndar. Þung orð féllu á fundi framkvæmdastjórnar Landsambandsins í dag.

Eimskip yfirtekur stórfyrirtæki

Eimskip verður stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki í heiminum með yfirtöku á fyrirtækinu Versacold. Hjá Versacold starfa fjögurþúsund og fimmhundruð starfsmenn sem reka 180 frysti- og kæligeymslur í fimm heimsálfum. Velta Eimskips eykst um helming við yfirtökuna sem er uppá sextíu og sjö milljarða króna. .

Nýr forstjóri Straums-Burðaráss

William Fall, sem áður var forstjóri alþjóðasviðs Bank og America sem er annars stærsti banki heims, hefur verið ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss. Stefnt er að því að Straumur verði stærsti fjárfestingarbanki norðurlanda og segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður félagsins að mikill fengur sé af því að fá þennan þungaviktarmann til starfa.

Sjö dæmdir til dauða fyrir alsæluframleiðslu

Frakki, Hollendingur og fimm Kínverjar hafa verið dæmdir til dauða í Indónesíu fyrir að framleiða fíkniefnið ecstasy eða alsælu. Hæstiréttur landsins tók til þess að mennirnir hefðu í verksmiðju sinni framleitt fleiri milljónir taflna.

Hverfisráð Árbæjar ánægt með breytingar á leiðakerfi

Meirihluti Hverfisráðs Árbæjar fagnar aukinni þjónustu Strætó bs. við íbúa í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hverfisráðinu en fulltrúar minnihlutans í borginni hafa látið bóka mótmæli vegna breytinganna. Í bókunni furða borgarfulltrúarnir sig á því að ekki skuli hafa verið haft samráð við hverfisráðið.

Fimmtán ára drengur gripinn með hníf í sænska þinghúsinu

Fimmtán ára piltur var í dag gripinn með hníf í sænska þinghúsinu í Stokkhólmi. Hann var þar á ferð með bekknum sínum og hugðist fá sér sæti á áhorfendapöllum í þinghúsinu þegar málmleitartæki, sem fólk þarf að fara í gegnum, pípti á hann.

Stöðumælasektir fyrir reiðhjól

Bæjarstjórinn í Fredriksberg í Danmörku vill að bæjarbúar læri að leggja hjólunum sínum almennilega. Annars verða þeir sektaðir. Mads Lebech segir að bæjarfélagið hafi í mörg ár haft starfsmanna á sínum vegum sem fari um og lagi til hjól sem fólk hefur lagt asnalega frá sér. Jafnvel það hafi ekki dugað og bæjarbúar séu orðnir þreyttir á slóðaskapnum.

130 japanar í sóttkví í Kanada

Um 130 japanskir ferðamenn hafa verið settir í sóttkví í fjallahóteli í Banff í Kanada, af ótta við að þeir séu smitaðir af mislingum. Japanarnir eru flestir skólabörn. Kona í hópnum var veik við komuna til Kanada síðastliðinn fimmtudag.

Hringrás sýknuð af skaðabótakröfu slökkviliðsins

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag endurvinnslufyrirtækið Hringrás af kröfu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna mikils bruna sem varð á athafnasvæði Hringrásar í nóvember 2004. Slökkvilið krafði fyrirtækið um rúmar 25,6 milljónir króna.

Skemmdir unnar á öryggisbúnaði í jarðgöngum

Unnin hafa verið nokkur spellvirki á öryggisbúnaði jarðganganna um Breiðdals- og Botnsheiði undanfarna daga. Fimm slökkvitæki hafa verið tæmd og flutt til innan ganganna og þá hefur sóðaskapur í göngunum aukist umtalsvert. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta.

Vilja nýjar lausnir í þjófnaðarmálum

Æskilegt er að hér á landi verði tekin upp svokölluð borgaraleg sátt þegar kemur að þjófnaði í verslunum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin telja að með því megi spara lögreglunni sporin en jafnframt að þetta leiði til aukinnar hagræðingar fyrir verslunarfyrirtæki. Samtökin hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem lagt er til að þessi leið verði skoðuð.

Herskáir Palestínumenn farast í sprengingu

Þrír íslamskir uppreisnarmenn úr samtökunum Heilagt stríð létu lífið í sprengingu á Gasaströndinni í dag. Haft er eftir heimildarmönnum innan palestínsku öryggissveitanna að svo virðist sem mennirnir hafi verið að búa til sprengju en að sprengiefnið að hafi sprungið í höndunum á þeim.

Strengdi kaðal þvert yfir götu sér til gamans

Bifreið skemmdist illa á veginum um Syðridal í Bolungarvík á laugardaginn þegar ökumaður hennar keyrði á nælonkaðal sem búið var að strengja yfir götuna. Ungur drengur viðurkenndi seinna að hafa gert sér þetta að leik en ekki áttað sig á þeirri hættu sem þetta skapaði.

Ögmundur áfram þingflokksformaður Vinstri - grænna

Ögmundur Jónasson verður þingflokssformaður Vinstri grænna á komandi kjörtímabili en þingflokkurinn skipti í dag með sér verkum. Varaformaður þingflokksins verður Katrín Jakobsdóttir og ritari er Kolbrún Halldórsdóttir.

Vill einhver karrí ?

Flugfreyja hjá British Airways var orðin hundleið á flugvélamat og því keypti hún tilbúinn karrí rétt til þess að hafa með sér í flug. Hún hugðist nota örbylgjuofn flugvélarinnar til þess að hita réttinn. Hún virðist ekki hafa vitað að örbylgjuofnar í flugvélum eru rúmlega helmingi öflugri en örbylgjuofnar sem eru notaðir á jörðu niðri. Það þarf því að pakka flugvélamat í sérstakar umbúðir til þess að þær þoli geislunina.

Sektaður fyrir vörslu barnakláms

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmannn til að greiða 250 þúsund krónur í sekt fyrir vörslu barnakláms. Efnið, alls 54 ljósmyndir og ein hreyfimynd, fannst í tölvu mannsins en lögregla gerði húsleit á heimili hans eftir að alþjóðalögreglan Interpol hafði tilkynnt henni um að maðurinn hefði sótt sér efnið.

Metaðsókn á Listahátíð Reykjavíkur

Talið er að yfir 180 þúsund manns hafi sótt viðburði á vegum Listahátíðar Reykjavíkur sem lauk um síðustu helgi samkvæmt tilkynningu frá Listahátíðinni. Munar þar mest um ferðir risessunar og risans um borgina en áætlað er að allt að 150 þúsund manns hafi séð til ferða feðginanna sem einnig var lokaviðburður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi Pas? Frá upphafi hafa aldrei jafn margir sótt viðburði Listahátíðarinnar.

Mótmæla breytingum á leiðarkerfi S5

Þjónusta við íbúa Árbæjarhverfis mun skerðast verulega gangi boðaðar breytingar á leiðarkerfi hraðleiðar Strætó bs. númer S5 eftir. Þetta kemur fram í bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Frjálslynda flokksins hafa lagt fram í borgarstjórn. Þeir segja einboðið að breytingarnar bitni fyrst og fremst á námsmönnum.

Ásakanir Steingríms tilhæfulausar

Ásakanir Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag, um að Ríkisjónvarpið standi í hótunum við fólk eru tilhæfulausar og rangar að sögn Þórhalls Gunnarsson, ritstjóra Kastljóss. Hann segist ekki blanda saman störfum sínum sem ritstjóri Kastljóss og dagskrástjóri RÚV. Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, segir Ríkissjónvarpið ekki hafa beitt sig þrýstingi.

Tannlæknar samþykkja samning við HTR

Tannlæknafélag Íslands samþykkti í póstkosningu samning við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um tannlækningar tveggja aldurshópa.

Kona flutt á slysadeild eftir bruna á Nesinu

Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í morgun. Að sögn slökkviliðs kviknaði eldurinn út frá feiti sem var á pönnu á eldavél og náði hann að læsa sig í eldhúsinnréttinguna.

Tveggja enn leitað vegna líkamsárásar

Eftir handtökur lögreglu í gær á nú aðeins eftir að hafa upp á tveimur meintum árásarmönnum eftir hrinu líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt.

Jól og páskar hjá sjómönnum

Sjómenn segja að nú séu jól og páskar í senn því bæði kolmunni og norsk-íslensk síld eru gengin inn í fiskveiðilögsöguna í veiðanlegu magni.

Vísindahvalveiðar lítillækka Japani

Ástralir segja hvalveiðar Japana í vísindaskyni gera lítið úr vísindum. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Alaska, sem hófst í gær, sögðu þeir að Japanir notuðu útskýringuna einungis til að komast hjá hvalveiðibanninu. Veiðarnar lítillækki bæði Japani og Hvalveiðiráðið.

Stjórn og stjórnarandstaða funda um sumarþing

Forystumenn stjórnarflokkanna hitta forystumenn stjórnarandstöðunnar í dag til að ræða fyrirkomulag sumarþings sem kemur saman á fimmtudag. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram aðgerðaráætlun í málefnum barna og frumvarp til breytingar á lögum um ráðuneyti þar sem verkefni færast á milli.

Sektaðir fyrir að standa fyrir drykkjukeppni

Uppákoman „Brjáluð Skothelgi" sem haldin var á veitingastaðnum Bar-inn á Sauðárkróki í fyrravetur hlaut þann endi í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun að báðir veitngamennirnir voru dæmdir til fjársekta.

Segir Ríkissjónvarpið hóta viðmælendum

Ríkisjónvarpið beitir hótunum til að koma í veg fyrir að viðmælendur fari í viðtal í Íslandi í dag í stað Kastljóss. Þetta kemur fram á bloggsíðu Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag. Hann segir Ríkissjónvarpið hafa hótað að hætta við að kaupa kvikmynd af manni sem var búinn að lofa að mæta í viðtal í Íslandi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir