Innlent

Kambur selur Halla Eggerts

MYND/Stöð 2

Kambur á Flateyri hefur handsalað sölu á tveimur af bátum sínum til fyrirtækja á norðanverðurm Vestjföðrum. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði er um að ræða bátana Halla Eggerts ÍS og Kristján ÍS.

Jakob Valgeir ehf. og Hraðfrystihúsið Gunnvör hafa stofnað félag sem kaupir Halla Eggerts með aflaheimildum sem honum fylgja, um 740 þorskígildistonnum. Ætlunin er að skrifa undir samning þess efnis í dag eða á morgun.

Ekki hefur verið ákveðið hvernig aflaheimildirnar skiptist og hvar báturinn verði gerður út en eins og kunnugt er var 120 manns sagt upp á Flateyri þegar ákveðið var að hætta starfsemi Kambs.

Jakob Valgeir á jafnframt í viðræðum við önnur útgerðarfélög um sameiginleg kaup á Kristjáni ÍS en honum fylgir um 460 þorskígildistonna kvóti.

Kambur átti alls fimm báta og hefur einn þeirra, Friðfinnu, verið seldur til til Dalvíkur. Sala á beitningarvélabátnum Sigga Þorsteins og krókaaflamarksbátnum Steinunni er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×