Innlent

Dæmdur fyrir líkamsárás og ölvunarakstur

MYND/Ingólfur

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo skilorðsbundna, í Héraðsdómir Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás og ölvunarakstur. Hann var jafnramt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúmlega 150 þúsund krónur í skaðabætur og enn fremur var hann sviptur ökurétti ævilagt.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið í miðborg Reykjavíkur í fyrra þannig að hann nefbrotnaði. Hann neitaði sök og bar við minnisleysi sökum ölvunar en út frá framburði fórnarlambsins og vitnis var hann sakfelldur.

Maðurinn játaði hins vegar að hafa ekið bíl ölvaður og án ökuréttinda en hann hafði orðið uppvís að því nokkrum sinnum áður. Auk fangelsisvistarinnar, skaðabótanna og ökuleyfissviptingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða hundrað þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×