Innlent

Hæstiréttur snýr við úrskurði héraðsdóms

MYND/EOL

Hæstiréttur féllst í dag á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi fyrir rán og ölvunarakstur til 25. júní. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður synjað sömu kröfu.

Maðurinn sem um ræðir lauk afplánun fyrir þjófnaðarbrot þann 26. maí. Daginn eftir framdi hann rán í verslun 10 -11 við Dalveg í Kópavogi auk þess sem hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna sama dag og daginn eftir.

Hæstiréttur féllst á þau rök lögreglunnar að ætla mætti að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram meðan mál hans fara sinn gang í kerfinu. Maðurinn skal því sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×