Innlent

EFTA dómstóll leyfir auglýsingabann á netspilavítum

Með dómi EFTA dómstólsins er ríkisvaldinu óheimilt að beita markaðshindunum með einkaleyfum í peningahappdrættum, lottói og spilakössum nema með þau skýru markmið að draga úr spilafíkn. Páll Hreinsson, lagaprófessor og stjórnarmaður í Happadrætti Háskólans telur ekki að þessi dómur hrófli við núverandi skipan. Aftur á móti vekji athygli að dómurinn heimili ríkinu að banna peningaspil á netinu.

Dómur Efta-dómstólsins í dag er svar við fyrirspurn Norskra dómstóla um leiðbeinandi álit dómsins vegna málareksturs Ladbroke veðbankans gegn norska ríkinu. Dómurinn hnykkir á því að fjárhættuspil teljist atvinnustarfsemi sem falli undir frelsisskilgreiningar EES samningsins. Það sé þó ekki útilokað að ríkisvaldið beiti markaðshindrandi aðgerðum, t.d. einkaleyfum, á þessu sviði. Það sé hægt að gera með vísan til almannahagsmuna t.d. baráttu gegn spilafíkn. Hindranirnar verði þó að endurspegla raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku, segir í fréttatilkynningu. Þá er einnig tekið fram að það sé ekki heimilt að beita markaðshindurunum eingöngu með vísan til þess að afrakstur renni til góðgerðarmála.

Stjórnarformaður Happadrættis háskólans, Páll Hreinsson lagaprófessor telur ekki að þessi dómur hrófli við skipan einakleyfismála á Íslandi. Aftur á móti sé það nýmæli í dómnum að hann telji að ríki geti sett hömlur á mrkaðsstarf fjárhættuspila þó að þau hafi höfuðsstöðvar í landi þar sem slíkt sé leyfilegt. Þetta þýði t.d. að mati Páls að ríkisvaldið geti bannað auglýsingar Betsson fyrirtækisins í íslenskum fjölmiðlum. Betsson rekur veðbanka á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×