Innlent

Vanskil aukast hjá fyrirtækjum

MYND/365
Vanskil fyrirtækja hafa aukist um tæplegan helming á síðastliðnum tveimur árum samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Vanskil fyrirtækja jukust um 0,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma lækka vanskil einstaklinga á milli ára. Aukning í vanskilum fyrirtækja tengist fyrst og fremst yfirdráttarlánum.

Samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins mældist hlutfall vanskila fyrirtækja af útlánum í lok fyrsta ársfjórðungar 2007 alls 0,8 prósent. Árið 2006 var hlutfallið 0,6 prósent og árið 2005 0,5 prósent. Því hefur hlutfall vanskila af útlánum aukist um 0,3 prósentustig eða um tæplegan helming á síðastliðnum tveimur árum.

Á sama tíma dregur úr vanskilum einstaklinga. Í lok fyrsta ársfjórðungar á þessu ári mældust þau 0,8 prósent en voru tæplega 1 prósent á sama tíma í fyrra. Vanskil einstaklinga eru nú með lægsta móti samanborið við tölur fyrri ára.

Fram kemur í samantekt Fjármálaeftirlitsins að vanskil fyrirtækja hafi ekki verið hærri síðan um mitt ár 2005 og að aukningin tengist fyrst og fremst yfirdráttarlánum.

Alls námu skuldir fyrirtækja og heimila í landinu 3.404 milljörðum króna í lok marsmánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×