Innlent

Samfylkingin skipar í nefndir og velur þingflokksformann

Þingflokkur Samfylkingarinnar hittist nú rétt fyrir hádegi til að undirbúa sumarþingið sem hefst á morgun. Þar er verið að skipa í nefndir og ráð velja þingflokksformann.

Þingflokkur Sjálfstæðismanna hittist í fyrramálið fyrir þingsetningu. Formennska í nefndum þingsins fylgir skiptum flokkana á ráðuneytum með þeirri undantekningu að sjálfstæðismenn fá formennsku í utanríkismálanefnd en Samfylking formennsku í fjárlaganenfnd.

Hefðbundin þingsetning er klukkan hálf tvö á morgun og hefst með messu í dómkirkjunni. Að lokinni messu ganga forseti, biskup, ráðherrar og þingmenn yfir í þinghúsið þar sem forseti setur þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×