Bann gegn einkarekinni fjárhættustarfsemi mögulega ólögleg Höskuldur Kári Schram skrifar 30. maí 2007 14:41 MYND/EÍ Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Forsaga málsins er sú að breska veðmálafyrirtækið Ladbrokes sótti til norskra yfirvalda um leyfi til að stunda starfsemi sína í Noregi. Fyrirtækinu var synjað um starfsleyfi á þeirri forsendu að það fullnægið ekki starfsleyfisskilyrðum norskra laga. Í kjölfarið höfðaði Ladbrokes mál gegn norska ríkinu fyrir Héraðsdómi Oslóar en í málinu reynir meðal annars á hvort norsk löggjöf um happdrætti og veðmál samræmist samninginum um evrópska efnahagssvæðið. Í dómi EFTA dómstólsins kemur fram að allar tegundir happdrætta, veðmála og fjárhættuspila sem boðin eru fram gegn endurgjaldi teljist atvinnustarfsemi í skilningi EES samningsins. Taldi dómstóllinn ennfremur að einkaréttur til atvinnustarfsemi eins og sá sem um ræðir í norsku löggjöfinni útiloka aðila í atvinnurekstri frá því að geta stundað starfsemi á viðkomandi markaði og hindri þar með staðfesturétt þeirra og frelsi til að veita þjónustu. Dómstóllinn bendir á að markaðshindranir geti verið réttlætanlegar ef þær þjóni lögmætum markmiðum í almannaþágu. Barátta gegn spilafíkn og afbrotum í tengslum við spilamennsku geti í þessu samhengi talist lögmæt markmið. Á móti gerir dómstóllinn þá kröfu að löggjöf sem hafi baráttu gegn spilafíkn að markmiði endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Ella verði löggjöfin ekki talin þjóna lögmætu markmiði. Bjóði ríkisfyrirtæki sem nýtur einkaréttar á þessu sviði hins vegar fram á úrval þjónustu sé að mati dómsins í raun ekki verið að vinna í samræmi við slík siðferðileg markmið. Á Íslandi er fjárhættustarfsemi aðeins leyfð í góðgerðar- og fjármögnunarskyni. Happdrætti háskólans rekur bæði happdrætti og spilakassa víða á landinu. Þá hefur Íþróttasamband Íslands í gegnum Íslenska getspá rekið Lottó um árabil ásamt annarri veðmálastarfsemi. Eru sölukassar í tengslum við þá starfsemi staðsettir í fjölmörgum verslunum. Einkaaðilum hefur hins vegar hingað til verið meinað að reka fjárhættustarfsemi hér á landi. Dóm EFTA dómstólsins má nálgast í PDF sniði hér að neðan. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Forsaga málsins er sú að breska veðmálafyrirtækið Ladbrokes sótti til norskra yfirvalda um leyfi til að stunda starfsemi sína í Noregi. Fyrirtækinu var synjað um starfsleyfi á þeirri forsendu að það fullnægið ekki starfsleyfisskilyrðum norskra laga. Í kjölfarið höfðaði Ladbrokes mál gegn norska ríkinu fyrir Héraðsdómi Oslóar en í málinu reynir meðal annars á hvort norsk löggjöf um happdrætti og veðmál samræmist samninginum um evrópska efnahagssvæðið. Í dómi EFTA dómstólsins kemur fram að allar tegundir happdrætta, veðmála og fjárhættuspila sem boðin eru fram gegn endurgjaldi teljist atvinnustarfsemi í skilningi EES samningsins. Taldi dómstóllinn ennfremur að einkaréttur til atvinnustarfsemi eins og sá sem um ræðir í norsku löggjöfinni útiloka aðila í atvinnurekstri frá því að geta stundað starfsemi á viðkomandi markaði og hindri þar með staðfesturétt þeirra og frelsi til að veita þjónustu. Dómstóllinn bendir á að markaðshindranir geti verið réttlætanlegar ef þær þjóni lögmætum markmiðum í almannaþágu. Barátta gegn spilafíkn og afbrotum í tengslum við spilamennsku geti í þessu samhengi talist lögmæt markmið. Á móti gerir dómstóllinn þá kröfu að löggjöf sem hafi baráttu gegn spilafíkn að markmiði endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Ella verði löggjöfin ekki talin þjóna lögmætu markmiði. Bjóði ríkisfyrirtæki sem nýtur einkaréttar á þessu sviði hins vegar fram á úrval þjónustu sé að mati dómsins í raun ekki verið að vinna í samræmi við slík siðferðileg markmið. Á Íslandi er fjárhættustarfsemi aðeins leyfð í góðgerðar- og fjármögnunarskyni. Happdrætti háskólans rekur bæði happdrætti og spilakassa víða á landinu. Þá hefur Íþróttasamband Íslands í gegnum Íslenska getspá rekið Lottó um árabil ásamt annarri veðmálastarfsemi. Eru sölukassar í tengslum við þá starfsemi staðsettir í fjölmörgum verslunum. Einkaaðilum hefur hins vegar hingað til verið meinað að reka fjárhættustarfsemi hér á landi. Dóm EFTA dómstólsins má nálgast í PDF sniði hér að neðan.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira