Innlent

Segir vinnubrögð við neðri hluta Þjórsár hefðbundin

Urriðafoss í Landsvirkjun.
Urriðafoss í Landsvirkjun.

Landsvirkjun segir það eðileg vinnubrögð að semja við landeigendur við neðri hluta Þjórsár samhliða því að að hanna virkjanir á staðnum. Þessi vinnubrögð séu í samræmi við starfshætti fyrirtækisins á öðrum virkjanasvæðum í gegnum tíðina.

Í tilkynningu sem Landsvirkun sendir frá sér vegna umræðu um þessi vinnubrögð segir að farið hafi verið yfir áformin í viðræðum við landeigendur á undanförnum misserum og greint frá þeim áhrifum sem þau eru talin geta haft á land hvers og eins. Um leið sé rætt um starfsemi og hagsmuni hvers og eins landeiganda.

Þá sé leitast við að nýta ábendingar landeigenda og staðþekkingu til að laga mannvirkin sem best að aðstæðum og hagsmunum þeirra. Þetta samráð sé forsenda þess að hægt sé að setja fram lista yfir hver samningsatriðin þurfa að vera milli Landsvirkjunar og hvers landeiganda. Ekki sé hægt að ganga frá samningum nema í ljósi þess sem fyrir liggi um áhrifin sem mannvirki hafa á hverri jörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×