Innlent

Setja 400 milljónir í endurbætur á götum og gangstéttum

Eiðistorg á Seltjarnarnesi.
Eiðistorg á Seltjarnarnesi. MYND/Pjetur
Áætlað er að endurbætur á götum og gangstéttum á Seltjarnarnesi muni kosta um 400 milljónir króna. Framkvæmdunum er skipt upp í fjóra áfanga sem kláraðir verða á næstu fjórum árum. Búið er að bjóða fyrsta áfangann út en hann nær til endurnýjunar á gangstéttum á Sæbraut, Sólbraut, Selbraut og Skerjabraut.

Samkvæmt tilkynningu frá bæjarskrifstofu Seltjarnarness felur verkefnið í sér sér endurgerð allra gangstétta í bæjarfélaginu ýmist með steypu eða hellulögnum og endurnýjun allra ljósastaura í íbúagötum. Í bígerð er að gefa út kynningarrit þar sem fram koma tímasetningar framkvæmdanna en verkefnið mun ekki hafa áhrif á annað árlegt viðhald á gatnakerfi bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×