Innlent

Íslensku menntaverðlaunin veitt í þriðja sinn

MYND/Hrönn

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í kvöld í þriðja sinn. Það er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem það gerir við hátíðlega afhöfn í Ingunnarskóla.

Íslensku menntaverðlaunin, sem einkum eru bundin við grunnskólastarfið, verða veitt í fjórum flokkum, það er þeim skóla sem sinnt hefur vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi, þeim kennara sem skilað hefur merku ævistarfi eða skarað fram úr, ungum kennara sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt og höfundi námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×