Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 08:58 Fimmtán hundruð lögreglumenn voru ræstir út vegna mótmælanna. EPA Tuttugu og sex lögreglumenn voru særðir á 150 þúsund manna mótmælafundi gegn innflytjendum í miðborg Lundúna í gær, þar af fjórir alvarlega. Þá voru 25 mótmælendur handteknir vegna ofbeldisbrota á viðburðinum. Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar. Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar.
Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira