Innlent

Lúðvík nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar

MYND/Stefán

Lúðvík Bergvinsson var kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar á fundi í hádeginu í dag. Hann tekur við af Össuri Skarphéðinssyni sem nú er orðinn iðnaðarráðherra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var kjörin varaformaður þingflokksins og og Árni Páll Árnason ritari hans. Lúðvík hefur setið á þingi frá árinu 1995 en Steinunn Valdís og Árni Páll eru nýkjörnir þingmenn Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×