Innlent

Taka á sig krók vegna framkvæmda við Alþingishús

MYND/Stöð 2

Þingmenn, ráðherrar, forseti og biskup landsins þurfa að taka á sig krók að lokinni þingsetningarathöfn í Dómkirkjunni á morgun þegar gengið verður til þinghússins. Það er vegna viðgerða á Alþingishúsinu.

Venja er að hópurinn gangi fylktu liði frá Dómkirkjunni og inn um hátíðarinngang Alþingishússins á norðurhlið þess en þar er ekki hægt að komast inn nú vegna stærðarinnar vinnupalla. Þess í stað verður gengið inn um aðalinngang viðbyggingar Alþingishússins, Skálans svokallaða, og þaðan inn í þingsal þar sem forseti Íslands setur 134. löggjafarþingið.

Þær upplýsingar fengust á Alþingi að verið væri að laga fúgur á norðurhlið Alþingishússins og skipta um þakflísar á húsinu. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdunum lýkur en þær standa þó eitthvað fram á sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×