Innlent

Slökkvistarfi lokið í Víðidal

Slökkviliðið hefur lokið við að slökkva sinuelda sem kviknuðu í Víðidal fyrr í dag. Það var lögregla sem tilkynnti slökkviliði um eldinn en hann logaði rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið í dalnum.

Reyk lagði yfir íbúðarhús í Seláshverfi og þá var fuglalíf talið í hættu. Hópur frá einni slökkvistöð var sendur á vettvang og gekk vel að ná tökum á eldinum en slökkvistarf tók um 45 mínútur. Ekki liggur fyrir hvort miklar skemmdir hafi orðið á gróðri og þá liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×