Fleiri fréttir Öll flugmálastjórn sameinuð undir Flugmálastjórn Íslands Starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli verður færð undir Flugmálastjórn Íslands, við brottför hersins frá Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur heyrt undir utanríkisráðuneytið en með breytingunni mun hún heyra undir Flugmálastjórn Íslands. 27.3.2006 20:06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins heyra brátt sögunni til samkvæmt áætlunum iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Allt sem viðkemur nýsköpun og atvinnuþróun verður sameinað undir einn hatt í glænýrri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, -sem fundinn hefur verið staður á Sauðárkróki. 27.3.2006 20:00 Mikil verðmunur á flugi Það getur munað rúmlega 25 þúsund krónum á verði flugmiða í áætlunarflugi til Lundúna og til baka, eftir því hvaða flugfélag er valið. Gæði flugsins útskýra ekki þennan verðmun. 27.3.2006 19:45 Íslensk hlutabréf hækkuðu í dag Íslensk hlutabréf hækkuðu talsvert í dag og gengi krónunnar styrktist um rúmt prósent. 27.3.2006 19:30 Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála Ríkisstjórn Íraks krefst þess að Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála í hendur Íraka og héraðsstjórinn í Bagdad er hættur allri samvinnu við Bandaríkjamenn. Íraskir og bandarískir hermenn felldu um tuttugu manns við mosku, í borginni, í gær. Mikið blóðbað var í Írak um helgina og í dag. 27.3.2006 19:15 Maður á sjötugsaldri numinn á brott Maður á sjötugsaldri var numinn brott af heimili sínu í Garðinum af fjórum mönnum á laugardagskvöld. Mennirnir stungu honum í farangursgeymslu bifreiðar, létu hann dúsa þar í sjö klukkustundir og gengu í skrokk á honum. Lögregla fer með málið sem mannrán. 27.3.2006 18:46 Enn óvitað um norrænt lyfjasamstarf Bóluefni gegn fuglaflensu er hvergi til í heiminum í dag. Ekki liggur fyrir hvort norrænt samstarf verður um lyfjaverksmiðju en það ætti að koma í ljós um mánaðarmótin. Ef ekki þarf að kaupa tryggingu um að fá lyfið hjá lyfjaframleiðendum ef flensan verður að heimsfaraldri. 27.3.2006 18:45 Ávísanir á undanhaldi Það er nánast liðin tíð að Íslendingar skrifi út ávísanir fyrir vörur og þjónustu og dæmi eru um að verslanir og fyrirtæki taki ekki við þeim. 27.3.2006 18:45 Lést í sprengingu við Kárahnjúka 27 ára íslenskur karlmaður lét lífið rétt austan við Kárahnjúka í morgun. Sprengihleðsla sprakk og kom af stað grjóthruni í aðgöngum fjögur við Desjarárstíflu. Oddur Friðriksson, yfritrúnaðarmaður á staðnum, segir samstarfsmenn mannsins harmi slegna en hugur þeirra sé hjá aðstandendum. 27.3.2006 18:36 Funað um kjarnorkuáætlun Írana Utanríkisráðherrar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og starfsbróðir þeirra frá Þýskalandi, ætla að hittast og ræða kjarnorkudeiluna við Írana í Berlín á fimmtudaginn. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Hann sagði undirbúning fyrir fundinn nú í fullum gangi. 27.3.2006 18:15 Sýni tekin úr 1700 fuglum Tekin verða sýni úr 1700 fuglum víða um land til þess að fylgjast með því hvort og hvenær fuglaflensan kemur til landsins. Þetta kom fram í fyrirlestri Jarles Reiersens, dýralækni alifuglasjúkdóma, í Háskóla Íslands í dag. 27.3.2006 18:00 Krefur Vestmannaeyjabæ um 26 milljónir vegna starfsloka Fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum krefur bæinn um rúmar 26 milljónir króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Bænum hefur borist bréf þessa efnis og það verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi síðar í dag. 27.3.2006 17:45 Forðaði ráðherra sér úr ráðherrastólnum vegna álits Umboðsmanns? Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, segir fyrrverandi félagsmálaráðherra hafa forðað sér úr ráðherrastólnum til að þurfa ekki að svara fyrir ráðningu sína á ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 27.3.2006 17:45 Bóluefnin virka tæpast Dr. Isabelle Bonmarin, farsóttafræðingur við Heilbrigðiseftirlitsstofnun Frakklands segir bóluefni sem verið er að þróa gegn veirunni eins og hún er í dag muni hafa lítið sem ekkert gagn ef til þess kemur að veiran stökkbreytist þannig að hún smitist milli manna. 27.3.2006 17:35 Sekt fyrir að stefna ungmennum í hættu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt forsvarsmann verktakafyrirtækis til að greiða 90 þúsund krónur í sekt fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum við uppsetningu vinnupalla vegna framkvæmda. 27.3.2006 17:30 Sóttu uppsagnarbréfin í dag Íslenskir stafsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sóttu margir í dag uppsagnarbréf sín. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja vonast til að það skýrist sem fyrst hvaða starfsmenn halda störfum sínum. 27.3.2006 17:21 Ferðamaður týndur Lögregla í indverska hluta Kasmír hefur eflt leit að kínverskum ferðamanni sem týndist í síðustu viku. Þrátt fyrir að ofbeldisverk séu algeng í Kasmír er sjaldgæft að ráðist sé á ferðamenn 27.3.2006 17:15 Þúsundir flýja heimili sín vegna gasleka Rúmlega 11 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suð-vestur Kína í dag vegna gasleka. Búið er að girða svæðið af og flytja mörg tonn af sementi og öðrum efnum svo hægt verði að fylla upp í borholu sem gasið lekur úr. 27.3.2006 17:00 Sameinast í Nýsköpunarmiðstöð Íslands Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins verða sameinaðar í nýja miðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga. Tilgangur þessarra breytinga er að sögn iðnaðarráðherra að bæta stuðningskerfi ríkisiins gagnvart atvinnulífinu. 27.3.2006 16:51 Óbreyttir borgarar féllu í árás Að minnsta kosti 40 féllu og um 30 særðust í sjálfsvígssprengjuárás á herstöð í Norður-Írak í dag. Bandarískir og íraskir hermenn eru með aðstöðu á stöðinni en að sögn Bandaríkjahers féll engin liðsmaður þeirra í árásinni. 27.3.2006 16:45 Verkföll vegna vinnulöggjafar Óttast er að töluverð röskun verði á ferðum almenningssamgöngutækja og flugvéla í Frakklandi í vikunni en talið er víst að lestarstjórar og flugmenn ætli að leggja niður vinnu um tíma til að mótmæla umdeildri vinnulöggjöf stjórnvalda. 27.3.2006 16:30 Mestu aðgerðir síðan 1926 Um ein og hálf milljón breskra ríkisstarfsmanna áforma að fara í verkfall á fimmtudag. Stéttarfélög segja þetta vera mestu aðgerðir síðan 1926 þar sem þúsundum skóla verður lokað og truflanir verða á samgöngum. 27.3.2006 16:15 Skærin festust í hálsinum Kínversk kona gekkst undir afar flókna skurðaðgerð í morgun þegar fjarlægja þurfti skæri sem höfðu festst í hálsi hennar. 27.3.2006 16:00 Áhættugreining vegna hugsanlegs goss og hlaups niður Mýrdalssand Á árinu 1999 fengu Almannavarnir ríkisins (nú almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans) aukafjárveitingu, til að vinna að áhættugreiningu fyrir Kötlusvæðið. Ástæðan var aukin virkni á Mýrdalsjökulssvæðinu og jarðfræðilegar breytingar, sem þykja vera fyrirboði um eldgos. 27.3.2006 15:46 13 ára fangelsi fyrir árás Ungur Moskvubúi var í dag dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir árás á samkunduhús Gyðinga í borginni í byrjun árs. 27.3.2006 15:45 Útdráttur úr formála hættumats Hinn 23. desember 2002 óskaði almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu þess við Almannavarnir ríkisins að unnið yrði hættumat og áhættugreining vegna eldgosa og meðfylgjandi jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. 27.3.2006 15:43 Læstir míníbarir Norskt fyrirtæki mun á næstunni markaðssetja nýja tegund af míníbörum sem eiga að koma í veg fyrir að hótelgestir steli sér guðaveigum. Gestir á hótelum í Noregi stela um 30% af því sem í slíkum börum er að finna og því telja hóteleigendur ekki vanþörf á því að taka á þessu vandamáli. 27.3.2006 15:30 Mannfall í óeirðum Fjölmargir létu lífið þegar lögregla í Georgíu gerði áhlaup á fangelsi í höfuðborginni Tiblisi í dag. Fangar höfðu stofnað til óeirða eftir að komið var í veg fyrir flótta nokkurra þeirra. 27.3.2006 15:15 Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. 27.3.2006 14:29 Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. 27.3.2006 14:10 Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september. 27.3.2006 13:59 Sérfræðingur Microsoft í öryggismálum staddur hér á landi Jesper Johansson, einn þekktasti sérfræðingur Microsoft í öryggismálum, er staddur hér á landi. Hann hefur skorað á hólm margar viðteknar venjur og aðferðir í öryggismálum varðandi upplýsingatækni. 27.3.2006 13:29 Laugalækjarskóli rýmdur vegna reyks Slökkviliðið var kallað að Laugalækjarskóla í Reykjavík um tólfleytið í dag. Pappír var settur í örbylgjuofn í kjallara skólans. 27.3.2006 13:26 Framkvæmdir stöðvaðar við gamla Hlaðvarpann Framkvæmdir við ris gamla Hlaðvarpans hafa verið stöðvaðar á meðan verið er að rannsaka hvort þær standist deiliskipulag. Grunur leikur á að hæð rissins sé of mikil. 27.3.2006 12:45 Búið að opna Ólafsfjarðarmúla eftir snjóflóð í morgun Snjóflóð féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla um klukkan hálfellefu í morgun. Búið er að opna veginn aftur og er hann nú greiðfær. Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Ófært er á Lágheiði. 27.3.2006 11:58 Nýr formaður SFR Árni Stefán Jónsson var kjörinn formaður SFR, stéttarfélags i almannaþjónustu á aðalfundi félagsins síðastliðinn laugardag. Árni Stefán hefur verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 16 ár. 27.3.2006 10:56 Maður lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu Karlmaður á tuttugasta og sjöunda aldursári lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu snemma í morgun. Engin slys urðu á öðru fólki. 27.3.2006 10:55 Aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar Forráðamenn stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun IMG Gallup um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 75 prósent aðspurðra telja aðstæðurnar góðar en um 11 prósent telja þær slæmar. 27.3.2006 10:36 Harður árekstur varð rétt ofan við Höfðabakka og Gullinbrú Harður árekstur varð rétt ofan við gatnamótin á Höfðabakka og Gullinbrú rétt fyrir klukkan níu í morgun. Bifreið var ekið aftan á aðra með þeim afleiðingum að sú tókst á loft, lenti á tré og þaðan á kyrrstæðan bíl sem var lagt á bílastæði ofan við götuna. Bifreiðin endaði síðan fór sína á grjótgarði sem aðskilur bílastæðið og götuna. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka en tveir bílanna eru ónýtir. 27.3.2006 09:54 Ófært á Norðurlandi Veðurstofan tilkynninr að greiðfært sé um Suður- og Vesturland en éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er búið að moka Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði en þar er hálkublettir og skafrenningur. 27.3.2006 09:47 Jan Eliasson skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar Jan Eliasson hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar, viku eftir að Laila Freivalds hætti sem ráðherra fyrir sex dögum. Afsögn hennar kom eftir hatrammar deilur um vefsíðu sem var lokað eftir að hafa birt skopmyndir af spámanninum Múhammeð. 27.3.2006 08:49 Albert Jónsson næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum? Albert Jónsson, sem var ráðgjafi Davíðs Oddssonar um árabil, einkum í öryggismálum, og Davíð skipaði sendiherra undir lok utanríkisráðherratíðar sinnar, verður að öllum líkindum næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 27.3.2006 07:55 Kosningabaráttunni í Ísrael lauk formlega í gær Kosningabaráttan í Ísrael kláraðist formlega í gær. Þingkosningarnar verða haldnar á morgun, en frambjóðendum er bannað að auglýsa eða vera með áróður daginn fyrir kosningarnar. 27.3.2006 07:25 Snarpur jarðskjálfti í suðurhluta Japans Snarpur jarðskjálfti upp á fimm komma fimm á Richter skók suðurhluta Japans í morgun. Skjálftinn stóð yfir í um fimmtán sekúndur, en olli samt ekki miklum usla. 27.3.2006 07:23 Bandaríkjamenn fækka verulega í herliði sínu í Írak Bandaríkjamenn munu fækka verulega í herliði sínu í Írak á árinu ef allt gengur að óskum. Þetta sagði Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþættinum ,,Meet the Press" í gær. 27.3.2006 07:21 Sjá næstu 50 fréttir
Öll flugmálastjórn sameinuð undir Flugmálastjórn Íslands Starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli verður færð undir Flugmálastjórn Íslands, við brottför hersins frá Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur heyrt undir utanríkisráðuneytið en með breytingunni mun hún heyra undir Flugmálastjórn Íslands. 27.3.2006 20:06
Nýsköpunarmiðstöð Íslands Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins heyra brátt sögunni til samkvæmt áætlunum iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Allt sem viðkemur nýsköpun og atvinnuþróun verður sameinað undir einn hatt í glænýrri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, -sem fundinn hefur verið staður á Sauðárkróki. 27.3.2006 20:00
Mikil verðmunur á flugi Það getur munað rúmlega 25 þúsund krónum á verði flugmiða í áætlunarflugi til Lundúna og til baka, eftir því hvaða flugfélag er valið. Gæði flugsins útskýra ekki þennan verðmun. 27.3.2006 19:45
Íslensk hlutabréf hækkuðu í dag Íslensk hlutabréf hækkuðu talsvert í dag og gengi krónunnar styrktist um rúmt prósent. 27.3.2006 19:30
Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála Ríkisstjórn Íraks krefst þess að Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála í hendur Íraka og héraðsstjórinn í Bagdad er hættur allri samvinnu við Bandaríkjamenn. Íraskir og bandarískir hermenn felldu um tuttugu manns við mosku, í borginni, í gær. Mikið blóðbað var í Írak um helgina og í dag. 27.3.2006 19:15
Maður á sjötugsaldri numinn á brott Maður á sjötugsaldri var numinn brott af heimili sínu í Garðinum af fjórum mönnum á laugardagskvöld. Mennirnir stungu honum í farangursgeymslu bifreiðar, létu hann dúsa þar í sjö klukkustundir og gengu í skrokk á honum. Lögregla fer með málið sem mannrán. 27.3.2006 18:46
Enn óvitað um norrænt lyfjasamstarf Bóluefni gegn fuglaflensu er hvergi til í heiminum í dag. Ekki liggur fyrir hvort norrænt samstarf verður um lyfjaverksmiðju en það ætti að koma í ljós um mánaðarmótin. Ef ekki þarf að kaupa tryggingu um að fá lyfið hjá lyfjaframleiðendum ef flensan verður að heimsfaraldri. 27.3.2006 18:45
Ávísanir á undanhaldi Það er nánast liðin tíð að Íslendingar skrifi út ávísanir fyrir vörur og þjónustu og dæmi eru um að verslanir og fyrirtæki taki ekki við þeim. 27.3.2006 18:45
Lést í sprengingu við Kárahnjúka 27 ára íslenskur karlmaður lét lífið rétt austan við Kárahnjúka í morgun. Sprengihleðsla sprakk og kom af stað grjóthruni í aðgöngum fjögur við Desjarárstíflu. Oddur Friðriksson, yfritrúnaðarmaður á staðnum, segir samstarfsmenn mannsins harmi slegna en hugur þeirra sé hjá aðstandendum. 27.3.2006 18:36
Funað um kjarnorkuáætlun Írana Utanríkisráðherrar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og starfsbróðir þeirra frá Þýskalandi, ætla að hittast og ræða kjarnorkudeiluna við Írana í Berlín á fimmtudaginn. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Hann sagði undirbúning fyrir fundinn nú í fullum gangi. 27.3.2006 18:15
Sýni tekin úr 1700 fuglum Tekin verða sýni úr 1700 fuglum víða um land til þess að fylgjast með því hvort og hvenær fuglaflensan kemur til landsins. Þetta kom fram í fyrirlestri Jarles Reiersens, dýralækni alifuglasjúkdóma, í Háskóla Íslands í dag. 27.3.2006 18:00
Krefur Vestmannaeyjabæ um 26 milljónir vegna starfsloka Fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum krefur bæinn um rúmar 26 milljónir króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Bænum hefur borist bréf þessa efnis og það verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi síðar í dag. 27.3.2006 17:45
Forðaði ráðherra sér úr ráðherrastólnum vegna álits Umboðsmanns? Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, segir fyrrverandi félagsmálaráðherra hafa forðað sér úr ráðherrastólnum til að þurfa ekki að svara fyrir ráðningu sína á ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 27.3.2006 17:45
Bóluefnin virka tæpast Dr. Isabelle Bonmarin, farsóttafræðingur við Heilbrigðiseftirlitsstofnun Frakklands segir bóluefni sem verið er að þróa gegn veirunni eins og hún er í dag muni hafa lítið sem ekkert gagn ef til þess kemur að veiran stökkbreytist þannig að hún smitist milli manna. 27.3.2006 17:35
Sekt fyrir að stefna ungmennum í hættu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt forsvarsmann verktakafyrirtækis til að greiða 90 þúsund krónur í sekt fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum við uppsetningu vinnupalla vegna framkvæmda. 27.3.2006 17:30
Sóttu uppsagnarbréfin í dag Íslenskir stafsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sóttu margir í dag uppsagnarbréf sín. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja vonast til að það skýrist sem fyrst hvaða starfsmenn halda störfum sínum. 27.3.2006 17:21
Ferðamaður týndur Lögregla í indverska hluta Kasmír hefur eflt leit að kínverskum ferðamanni sem týndist í síðustu viku. Þrátt fyrir að ofbeldisverk séu algeng í Kasmír er sjaldgæft að ráðist sé á ferðamenn 27.3.2006 17:15
Þúsundir flýja heimili sín vegna gasleka Rúmlega 11 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suð-vestur Kína í dag vegna gasleka. Búið er að girða svæðið af og flytja mörg tonn af sementi og öðrum efnum svo hægt verði að fylla upp í borholu sem gasið lekur úr. 27.3.2006 17:00
Sameinast í Nýsköpunarmiðstöð Íslands Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins verða sameinaðar í nýja miðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga. Tilgangur þessarra breytinga er að sögn iðnaðarráðherra að bæta stuðningskerfi ríkisiins gagnvart atvinnulífinu. 27.3.2006 16:51
Óbreyttir borgarar féllu í árás Að minnsta kosti 40 féllu og um 30 særðust í sjálfsvígssprengjuárás á herstöð í Norður-Írak í dag. Bandarískir og íraskir hermenn eru með aðstöðu á stöðinni en að sögn Bandaríkjahers féll engin liðsmaður þeirra í árásinni. 27.3.2006 16:45
Verkföll vegna vinnulöggjafar Óttast er að töluverð röskun verði á ferðum almenningssamgöngutækja og flugvéla í Frakklandi í vikunni en talið er víst að lestarstjórar og flugmenn ætli að leggja niður vinnu um tíma til að mótmæla umdeildri vinnulöggjöf stjórnvalda. 27.3.2006 16:30
Mestu aðgerðir síðan 1926 Um ein og hálf milljón breskra ríkisstarfsmanna áforma að fara í verkfall á fimmtudag. Stéttarfélög segja þetta vera mestu aðgerðir síðan 1926 þar sem þúsundum skóla verður lokað og truflanir verða á samgöngum. 27.3.2006 16:15
Skærin festust í hálsinum Kínversk kona gekkst undir afar flókna skurðaðgerð í morgun þegar fjarlægja þurfti skæri sem höfðu festst í hálsi hennar. 27.3.2006 16:00
Áhættugreining vegna hugsanlegs goss og hlaups niður Mýrdalssand Á árinu 1999 fengu Almannavarnir ríkisins (nú almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans) aukafjárveitingu, til að vinna að áhættugreiningu fyrir Kötlusvæðið. Ástæðan var aukin virkni á Mýrdalsjökulssvæðinu og jarðfræðilegar breytingar, sem þykja vera fyrirboði um eldgos. 27.3.2006 15:46
13 ára fangelsi fyrir árás Ungur Moskvubúi var í dag dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir árás á samkunduhús Gyðinga í borginni í byrjun árs. 27.3.2006 15:45
Útdráttur úr formála hættumats Hinn 23. desember 2002 óskaði almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu þess við Almannavarnir ríkisins að unnið yrði hættumat og áhættugreining vegna eldgosa og meðfylgjandi jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. 27.3.2006 15:43
Læstir míníbarir Norskt fyrirtæki mun á næstunni markaðssetja nýja tegund af míníbörum sem eiga að koma í veg fyrir að hótelgestir steli sér guðaveigum. Gestir á hótelum í Noregi stela um 30% af því sem í slíkum börum er að finna og því telja hóteleigendur ekki vanþörf á því að taka á þessu vandamáli. 27.3.2006 15:30
Mannfall í óeirðum Fjölmargir létu lífið þegar lögregla í Georgíu gerði áhlaup á fangelsi í höfuðborginni Tiblisi í dag. Fangar höfðu stofnað til óeirða eftir að komið var í veg fyrir flótta nokkurra þeirra. 27.3.2006 15:15
Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. 27.3.2006 14:29
Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. 27.3.2006 14:10
Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september. 27.3.2006 13:59
Sérfræðingur Microsoft í öryggismálum staddur hér á landi Jesper Johansson, einn þekktasti sérfræðingur Microsoft í öryggismálum, er staddur hér á landi. Hann hefur skorað á hólm margar viðteknar venjur og aðferðir í öryggismálum varðandi upplýsingatækni. 27.3.2006 13:29
Laugalækjarskóli rýmdur vegna reyks Slökkviliðið var kallað að Laugalækjarskóla í Reykjavík um tólfleytið í dag. Pappír var settur í örbylgjuofn í kjallara skólans. 27.3.2006 13:26
Framkvæmdir stöðvaðar við gamla Hlaðvarpann Framkvæmdir við ris gamla Hlaðvarpans hafa verið stöðvaðar á meðan verið er að rannsaka hvort þær standist deiliskipulag. Grunur leikur á að hæð rissins sé of mikil. 27.3.2006 12:45
Búið að opna Ólafsfjarðarmúla eftir snjóflóð í morgun Snjóflóð féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla um klukkan hálfellefu í morgun. Búið er að opna veginn aftur og er hann nú greiðfær. Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Ófært er á Lágheiði. 27.3.2006 11:58
Nýr formaður SFR Árni Stefán Jónsson var kjörinn formaður SFR, stéttarfélags i almannaþjónustu á aðalfundi félagsins síðastliðinn laugardag. Árni Stefán hefur verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 16 ár. 27.3.2006 10:56
Maður lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu Karlmaður á tuttugasta og sjöunda aldursári lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu snemma í morgun. Engin slys urðu á öðru fólki. 27.3.2006 10:55
Aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar Forráðamenn stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun IMG Gallup um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 75 prósent aðspurðra telja aðstæðurnar góðar en um 11 prósent telja þær slæmar. 27.3.2006 10:36
Harður árekstur varð rétt ofan við Höfðabakka og Gullinbrú Harður árekstur varð rétt ofan við gatnamótin á Höfðabakka og Gullinbrú rétt fyrir klukkan níu í morgun. Bifreið var ekið aftan á aðra með þeim afleiðingum að sú tókst á loft, lenti á tré og þaðan á kyrrstæðan bíl sem var lagt á bílastæði ofan við götuna. Bifreiðin endaði síðan fór sína á grjótgarði sem aðskilur bílastæðið og götuna. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka en tveir bílanna eru ónýtir. 27.3.2006 09:54
Ófært á Norðurlandi Veðurstofan tilkynninr að greiðfært sé um Suður- og Vesturland en éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er búið að moka Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði en þar er hálkublettir og skafrenningur. 27.3.2006 09:47
Jan Eliasson skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar Jan Eliasson hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar, viku eftir að Laila Freivalds hætti sem ráðherra fyrir sex dögum. Afsögn hennar kom eftir hatrammar deilur um vefsíðu sem var lokað eftir að hafa birt skopmyndir af spámanninum Múhammeð. 27.3.2006 08:49
Albert Jónsson næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum? Albert Jónsson, sem var ráðgjafi Davíðs Oddssonar um árabil, einkum í öryggismálum, og Davíð skipaði sendiherra undir lok utanríkisráðherratíðar sinnar, verður að öllum líkindum næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 27.3.2006 07:55
Kosningabaráttunni í Ísrael lauk formlega í gær Kosningabaráttan í Ísrael kláraðist formlega í gær. Þingkosningarnar verða haldnar á morgun, en frambjóðendum er bannað að auglýsa eða vera með áróður daginn fyrir kosningarnar. 27.3.2006 07:25
Snarpur jarðskjálfti í suðurhluta Japans Snarpur jarðskjálfti upp á fimm komma fimm á Richter skók suðurhluta Japans í morgun. Skjálftinn stóð yfir í um fimmtán sekúndur, en olli samt ekki miklum usla. 27.3.2006 07:23
Bandaríkjamenn fækka verulega í herliði sínu í Írak Bandaríkjamenn munu fækka verulega í herliði sínu í Írak á árinu ef allt gengur að óskum. Þetta sagði Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþættinum ,,Meet the Press" í gær. 27.3.2006 07:21