Innlent

Áhættugreining vegna hugsanlegs goss og hlaups niður Mýrdalssand

Á árinu 1999 fengu Almannavarnir ríkisins (nú almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans) aukafjárveitingu, til að vinna að áhættugreiningu fyrir Kötlusvæðið. Ástæðan var aukin virkni á Mýrdalsjökulssvæðinu og jarðfræðilegar breytingar, sem þykja vera fyrirboði um eldgos. Árni Jónsson, verkfræðingur hjá Orion ráðgjöf ehf., var fenginn til þess að vinna þetta verkefni fyrir hönd Almannavarna ríkisins, í nánu samstarfi við stofnunina.

Verkefnið fólst í því að safna saman upplýsingum um vána, byggðina á svæðinu og vinna úr þeim upplýsingar um líklegar afleiðingar fyrir þau svæði sem geta orðið fyrir beinum skaða vegna Kötluelda. Verkefnið hófst haustið 1999 og lauk með gerð meðfylgjandi skýrslu sumarið 2000.

Vegna stærðar skýrslunnar skiptist útgáfa hennar hér í þrjá hluta:

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×