Innlent

Öll flugmálastjórn sameinuð undir Flugmálastjórn Íslands

MYND/Vísir

Starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli verður færð undir Flugmálastjórn Íslands, við brottför hersins frá Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur heyrt undir utanríkisráðuneytið en með breytingunni mun hún heyra undir Flugmálastjórn Íslands.

Keflavíkurflugvöllur er langstærsti millilandaflugvöllur landsins og margir vilja að innanlandsflugið flytjist þangað ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af sem miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Samkvæmt reglum alþjóðaflugmálastofnunarinnar er gengið út frá því að einungis ein flugmálastjórn sé í hverju landi. En staða Keflavíkurflugvallar innan herstöðvar gerði það að verkum að sett var yfir hann sérstök flugmálastjórn. Flugmálastjórn Íslands hefur þó séð um að þjálfa flugumferðarstjóra og manna flugturninn í Keflavík.

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir augljóst að staða flugvallarins breytist við brottför hersins. Sturla segir að ef flugvöllurinn er eingöngu undir venjulegt borgaralegt flug þar sem herstöð er hvergi nærri þá er ljóst að það gilda ein lög í landinu um flugumferð og flugöryggi og þar með eigi flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli að heyra undir Flugmálastjórn Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×