Innlent

Laugalækjarskóli rýmdur vegna reyks

Slökkviliðið var kallað að Laugalækjarskóla í Reykjavík um tólfleytið í dag. Pappír var settur í örbylgjuofn í kjallara skólans. Við það myndaðist mikill reykur og var skólinn rýmdur af öryggisaðstæðum. Skólinn var reykræstur og nemendum var hleypt aftur inn til kennslu stuttu síðar. Lítið sem ekkert tjón varð vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×