Innlent

Sýni tekin úr 1700 fuglum

Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma.
Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma. MYND/Einar Ólason

Tekin verða sýni úr 1700 fuglum víða um land til þess að fylgjast með því hvort og hvenær fuglaflensan kemur til landsins. Þetta kom fram í fyrirlestri Jarles Reiersens, dýralækni alifuglasjúkdóma, í Háskóla Íslands í dag.

Hann segir þó afar ólíklegt að hér greinist fuglaflensa án þess að hún hafi áður greinst á Bretlandseyjum því að nær allir farfuglar sem verpi hér á landi komi þar við á leið sinni til varpstöðvanna.

Jarle segist vilja forðast að taka upp viðbúnaðarstig tvö að ástæðulausu því um leið versni afkoma bændnanna og einnig sé það verra af dýraverndunarsjónarmiðum ef loka þurfi fugla inni sem vanir eru að ganga úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×