Innlent

Útdráttur úr formála hættumats

MYND/AVR
Hinn 23. desember 2002 óskaði almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu þess við Almannavarnir ríkisins að unnið yrði hættumat og áhættugreining vegna eldgosa og meðfylgjandi jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.

Ástæður þessarar beiðni voru einkum viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni í vestanverðum Mýrdalsjökli, endurtekin kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli á síðustu árum og nýjar upplýsingar um stór hlaup niður Markarfljót vegna eldgosa í vestanverðum Mýrdalsjökli.

Hættumatið og áhættugreining henni samfara er grundvöllur þess að hægt sé að gera raunhæft skipulag almannavarna á svæðinu til verndar lífi og eignum fólks. Á þessu svæði býr mikil fjöldi fólks auk þess sem þar eru fjölmennir ferðamannastaðir.

Nú þegar lokaskýrsla hættumatsins kemur út viljum við þakka þeim fjölmörgu sem hafa gert þetta mögulegt og má þar fyrst nefna dómsmálaráðherra sem hefur ekki aðeins lagt til fjármagn í verkið heldur einnig sýnt því mikinn áhuga og stutt

það á allan hátt. Ennfremur viljum við þakka Almannavarnaráði, embætti ríkislögreglustjóra og þeim fjölmörgu vísindamönnum sem hafa lagt til efni í verkið.

Kjartan Þorkelsson,

formaður stýrihóps.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×