Innlent

Mikil verðmunur á flugi

Það getur munað rúmlega 25 þúsund krónum á verði flugmiða í áætlunarflugi til Lundúna og til baka, eftir því hvaða flugfélag er valið. Gæði flugsins útskýra ekki þennan verðmun.

 

Fjögur flugfélög fljúga nú í reglulegu áætlunarflugi til og frá landinu, okkar gömlu góðu Flugleiðir, -eða Icelandair, -eins og menn heitir fyrirtækið núorðið.

 

 

Lággjaldaflugfélagið Iceland Express, Norðurlandaflugfélagið SAS. Nýjasta viðbótin í þessari flóru er síðan breska flugfélagið British Airways sem hóf áætlunarflug hingað um helgina. Að auki fljúga auðvitað alls kyns leigufélög og ferðaskrifstofur hingað, -en þessi fjögur félög keppa í áætlunarfluginu.

 

 

Fréttastofa fór á stúfana í dag og gerði litla verðkönnun á helgarferðum til Kaupmannahafnar og Lundúna. Á heimasíðum flugfélaganna fjögurra er hægt að kaupa sér miða. Fréttastofa gaf sér forsendur af handahófi, athugaði verðið á miða fyrir einn fullorðinn, -ef farið utan á föstudaginn kemur og komið heim á sunnudaginn. Alltaf var beðið um lægsta mögulega verð.

 

 

Niðurstaðan varð sú að til Kaupmannahafnar er ódýrast að fara með Icelandair, -kostar rúmlega 28.000, næst ódýrast með Iceland Express, kostar tæplega 41.000, en dýrast er að fljúga með SAS, -miðað við þessar forsendur, - Þá kostar miðinn fram og til baka rúmlega 44.000. Hæsta verð er þannig 56% hærra en það lægsta.

 

 

Dæmið snýst hins vegar við ef við skoðum flug til Lundúna. Þá er lang ódýrast að fara með Iceland Express, kostar um 39.000 fram og til baka. Með British Airways kostar rúmlega 60.000 en 64.300 með Icelandair. Þar munar 65 prósnetum á hæsta og lægsta verði.

 

 

En hverju skyldi þetta sæta, -er svona mikill munur á þjónustunni? Ekki segja þeir á vefnum Er-læn-kvallití púnktur kom. En ferðadálkar blaða á borð við New York Times og Washington Post vísa gjarnan til hans þegar meta á gæði flugfélaga. Þar fá SAS og Icelandair, 3 stjörnur hvort félag af 5 mögulegum, en British Airways gengur betur eins-og Iceland Express, bæði félög fá fjórar stjörnur af fimm.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×