Fleiri fréttir

Appelsínugula byltingin á enda?

Andstæðingar appelsínugulu byltingarinnar virðast hafa sigrað í þingkosningunum í Úkraínu í dag. Sextán mánuðum eftir sögulegan sigur Viktors Júsjenkó, finnst íbúum Úkraínu lítið hafa áunnist og umbætur gengið allt of hægt.

Æfingu lokið

Bergrisanum 2006 lauk kl. 15.30 í dag. Á milli 1400 og 1500 manns; íbúar, stjórnendur og viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni um helgina. Á næstunni munu viðbragðsaðilar og stjórnendur rýna æfinguna og nýta niðurstöður þeirra vinnu til endurbóta á neyðarskipulagi vegna eldgosa í Mýrdalsjökli.

Fjölmenni á stofnfundi AFA

Fjölmenni var á stofnfundi AFA, Aðstandendafélags aldraðra í Hafnarfirði í dag. Heilbrigðisráðherra segir vitundarvakningu hafa orðið í málefnum aldraðra.

Rótahátíð í Menntaskólanum á Ísafirði

Rótahátíð var haldin í Menntaskólanum á Ísafirði í dag til að fagna fjölbreytileika í samfélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum alþingismaður, ráðherra og skólameistari MÍ setti hátíðina formlega í dag klukkan eitt.

Drap sex og svo sjálfan sig

Gleðskapur ungmenna í Seattle í Bandaríkjunum breyttist í martröð í gær, þegar einn samkvæmisgestanna hóf skothríð með þeim afleiðingum að sex týndu lífi. Þegar lögregla kom á staðinn skaut hann sjálfan sig í höfuðið.

Sjálstæðismenn með vísan meirihluta

Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi.

Flestar leiðir færar

Skafrenningur og þæfingur er víða á vegum um landið en þó eru flestar leiðir færar. Á Vestfjörðum er þæfingur á Dynjandisheiði og jeppaslóð er yfir Hrafnseyararheiði. Skafrenningur er á heiðum á Vestfjörðum. Á Norðurlandi er víða éljagangur og skafrenningur en helstu leiðir eru færar.

Úkraínumenn kjósa til þings í dag

Úkraínumenn kjósa til þings í dag, í fyrsta sinn eftir appelsínugulu byltinguna í desember 2004. Þá komst Viktor Júsjenkó til valda, eftir hatramma kosningabaráttu, þar sem honum var meðal annars byrlað eitur.

Myndir frá Kötlu

Hér hefur verið safnað saman myndum tengdum Kötlu og viðbragðsáætlun við Kötluvá.

Stjórnvöldum ber að fara sér hægt

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir íslensk stjórnvöld eiga að fara sér hægt í að opna fyrir frjálsa för fólks frá hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins. Ráðamenn þurfa að taka ákvörðun fyrir 1. maí um það hvernig verði að málunum staðið.

26.grein stjórnarskrárinnar þarf að endurskoða

Fræðimenn eru ekki sammála um hvort halda skuli synjunarvaldi forsetans til haga í endurskoðaðri stjórnarskrá. Þeir virðast þó vera á einu máli, um að ef synjunarvaldið verði áfram til staðar, þá verði að eyða óvissu um hvernig því skuli beitt. Þetta kom fram á málþingi í dag um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi.

Danske bank sökkti Færeyjum

Danske Bank lék ekki einvörðungu stóra rullu í hruni hagkerfis Færeyinga 1990 heldur naut bankinn aðstoðar danskra stjórnmálamanna við að flýja landið þegar allt var að komast í kalda kol, segir Högni Hoydal, þingmaður Færeyja á danska þjóðþinginu.Bankinn kom þó ekki upplýsingum á framfæri sem kafsigldu hagkerfið eins og Halldór Ásgrímsson hélt fram í fréttum NFS í gærkveldi.

Greiningardeild Glitnis spáir 6% verðbólgu í maí

Verðbólgan mun mælast sex prósent í maí gangi spáin greinindardeildar Glitnis eftir. Verðbólgan verður þá nokkuð yfir efri þolmörkum Seðlabankans, sem eru fjögur prósent, og hvergi nærri verðbólgumarkmiði bankans sem er tvö komma fimm prósent. Litlar líkur eru taldar á að verðbólgan fari undir efri þolmörk Seðlabankans í bráð.

Bankakreppulykt frá Íslandi segir Berlingske

Hlutabréf í íslensku bönkunum eru á brunaútsölu og bankakreppulykt leggur frá Íslandi. Þannig lýsir danskur hagfræðiprófessor ástandinu hér á landi í danska dagblaðinu Berlinske Tidende í dag. Fjárfestar sjá rautt, segir í fyrirsögn fréttarinnar.

Kynjafræði eigi erindi inn í kennaramenntun

Taka ætti upp kynjafræði í kennaranám meðal annars til að takast á við jafnréttismálin og kynferðisofbeldi í samfélaginu, að mati lektors í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Könnun sýnir að kennaranemar sýna námsgreininni mikinn áhuga.

Ungt fólk í Ísrael áhugalaust um kosningar í landinu

Ungt fólk í Ísrael virðist afar áhugalaust um komandi kosningar í landinu, sem haldnar verða næstkomandi þriðjudag. Þriðjungur þeirra er enn óákveðinn. Ef skoðanakannanir ganga eftir mun Kadimaflokkur Ariels Sharons vinna sigur undir forystu setts forsætisráðherra, Ehuds Olmerts.

Rányrkja á hákörlum við Galapagoseyjar

Verðmætir uggar hákarlanna við Galapagoseyjar freista óheiðarlegra sjómanna sem stunda rányrkju þar í svo miklum mæli að stofninn er í hættu. Um tvö hundruð þúsund hákarlar eru veiddir á slíkan hátt á ári hverju - uggarnir skornir af en skrokknum hent í sjóinn.

Ráðamenn eiga að virða reglur rétt eins og stjórnsýslulög

Virði ráðamenn ekki reglur sem þeir sjálfir hafa sett, eins og stjórnsýslulög og álit Umboðsmanns Alþingis, er eins gott að leggja embættið niður segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður. Álit umboðsmanns Alþingis á vali fyrrum félagsmálaráðherra á ráðuneytsstjóra, er mjög harðort en samt ætlar núverandi félagsmálaráðherra ekkert að aðhafast.

Lóan er komin

Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn. Fréttavefurinn Horn greinir frá því að tvær heiðlóur ársins hafi sést utan við Ósland á Höfn í Hornafirði um klukkan níu í morgun.

Vilja endurskoðun á samgönguáætlun

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að Alþingi og samgönguyfirvöld endurskoði nú þegar samgönguáætlun og veiti meira fé til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn segir að binda verði enda á kílómetra langar raðir sem myndist á álagstímum á aðalæðum bæjarins.

Breiðþota frá North Western fór í morgun

Breiðþotu af tegundinni DC 10 frá flugfélaginu North Western var snúið til lendingar á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi vegna þess að viðvörunarljós gaf til kynna að eldur væri í farangursrými.

Skipulagsbreytingar hjá flugmálastjórn

Flugmálastjórn verður skipt upp í ársbyrjun 2007. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra segir breytingarnar muni gera flugmálastjórn mun samkeppnishæfari í baráttu við önnur flugumferðarsvæði.

Gott skíðafæri í Skagafirði

Skíðasvæði í Tindastól í Skagafirði er opið í dag. Mikið hefur snjóað síðustu 4 daga í Sakagafirði og er færi í brekkunum frábært eins og viðmælandi NFS sagði. Þar er 9 stiga frost og logn. Svæðir verður opið frá 10- 17 í dag.

Rússar uppljóstruðu um herflutninga Bandaríkjamanna

Rússar gáfu Saddam Hússein upplýsingar um herflutninga Bandaríkjamanna í Írak, í byrjun Íraksstríðsins árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri 210 síðna skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um innrásina í Írak.

Hlíðarfjall opið í dag

Hlíðarfjall verður opið í dag til klukkan fimm. Flestar lyftur og skíðleiðir verða opnaren skíðafæri er mjög gott, púðursnjór og troðinn púðursnjór. Göngubrautin er einnig troðin. Aðstæður líta því vel út fyrir páska og Andrésar andarleikana sem verða í lok apríl.

Tvenn fíkniefnamál á Akranesi

Lögreglan á Akranesi fann 15 grömm af amfetamíni á manni við venjubundið eftirlit í gærdag. Maðurinn var handtekinn og í framhaldi var gerð húsleit í húsi á Akranesi þar sem tveir menn voru handteknir. Fíkniefni fundust á öðrum þeirra og einnig tæki til neyslu fíkniefna sem gerð voru upptæk. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum og málið telst upplýst.

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna meints elds í flugvél

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld eftir að flugmaður flugvélar frá bandaríska flugfélaginu North West sem var með 277 manns innanborðs tilkynnti um að ljós hefði kviknað í vélinn sem gæfi til kynna að eldur væri í farangursrými.

Örlög heims og Toronto á hobbita herðum

Það eru ekki aðeins örlög alheimsins sem hvíla á herðum Fróða og hinna hobbitanna í Toronto því nú á söngleikur sem unninn er upp úr sögu Tolkiens, Hringadróttinssögu, að laða að sér ferðamenn til Toronto í Kanada. Flutningur verksins tekur þrjá og hálfa klukkustund og kostaði uppfærslan litlar 27 milljónir bandaríkjadala

Segja ummæli Dags um Sundabraut óásættanleg

B-listinn í Reykjavík gagnrýnir harðlega yfirlýsingu Dags. B. Eggertssonar um að betra væri að leggja Sundabraut alla í einum áfanga en hafa hana einfalda og segja óásættanlegt að formaður skipulagsráðs skuli leggja slíkt til.

Salerni fatlaðra eru ekki geymslur!

Nokkuð hefur borið á því að salerni fyrir fatlaða á veitingastöðum og kaffihúsum hafa verið læst og notuð sem vörugeymslur. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Klifurs, fréttablaði Sjálfsbjargar. Þetta er óásættanleg framkoma og móðgun við fatlaða, að mati Sjálfsbjargar.

Yfirborð sjávar gæti hækkað hratt

Ný bandarísk rannsókn í blaðinu Science gefur til kynna að yfirborð sjávar gæti hækkað mun hraðar en hingað til hefur verið haldið fram. Þar er búist við að loftslagi á Grænlandi árið 2100, eftir 94 ár, gæti svipað til loftslagsins sem var þar fyrir síðasta ísskeið fyrir 130.000 árum. Þá var yfirborð sjávar 3-4 metrum hærra en það er nú.

Aldinn höfðingi allur

Ein elsta risaskjaldbaka í heimi lést í dýragarðinum í Kalkútta á Indlandi í gær. Skjaldbakan var gæludýr breska hershöfðingjans Roberts Clives sem bjó á Indlandi um miðja átjándu öldina og því óhætt að ætla að aldur hennar hafi verið um 250 ár.

Prestsfrú játar morð á eiginmanni sínum

Mary Winkler játaði í dag að hafa myrt eiginmann sinn sem var prestur í kristnum bókstafstrúarsöfnuði í Tennessee í Bandaríkjunum. Lík prestsins fannst á heimili hjónanna á miðvikudaginn og eiginkonan fannst daginn eftir í Alabama með börn þeirra hjóna.

Allir í verkfall

Enginn árangur varð af fundi Dominiques de Villepins, forsætisráðherra Frakka með verkalýðsleiðtogum, ráðherrann neitar enn staðfastlega að draga lögin til baka og því stefnir allt í allsherjarverkföll í Frakklandi í næstu viku. Verkalýðsfélögin hafa lýst því yfir að ekki verði hætt við verkföllin nema að uppfylltu því skilyrði að lögin taki ekki gildi.

Refsiaðgerðir boðaðar

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa ákveðið að beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum eftir að öryggislögregla leysti upp friðsöm mótmæli gegn stjórnvöldum í höfuðborginni Minsk í nótt.

Klerkarnir sitja við sinn keip

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma þau áform afganskra klerka um að dæma mann til dauða fyrir að snúast til kristni. Klerkarnir láta hins vegar engan bilbug á sér finna.

Eldur í potti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað upp í Breiðholt upp um sex-leytið. Þar hafði kviknað í út frá potti sem gleymst hafði að slökkva undir. Heimilisfólkið náði þó að slökkva eldinn en slökkviliðið ræsti út reykinn sem hafði fyllt íbúðina.

Bílvelta og árekstur við Smáralind

Sendiferðabíll valt út af Reykjanesbraut, til móts við Smáralind, rétt upp úr fimm í dag. Bíllinn fór út af veginum, valt og rúllaði svo aftur á veginn þar sem ökumaður fólksbíls náði ekki að stöðva bifreið sína og keyrði á sendferðabílinn.

Krummar krunka í Reykjavík

Krummum hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Ástæða þess er kuldakastið sem gengið hefur yfir en þá leita þeir til byggða eftir einhverju ætilegu. Krummar geta verið boðberar válegra tíðinda. Og líka góðra tíðinda ef svo ber undir.

Lítill varnarviðbúnaður undanfarin ár

Undanfarin tvö ár hafa engir landgönguliðar verið til staðar í herstöðinni í Keflavík, eingöngu herlögregla með lágmarksþjálfun, auk orrustuþotuflugmanna sem skiptast á vöktum á nokkurra vikna fresti. Varnir landsins hafa því ekki verið öflugar undanfarin tvö ár.

Lækningamáttur lýsis ofmetinn

Blessað lýsið er bæði hollt og gott, eða því höfum við að minnsta kosti haldið fram til þessa. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar benda hins vegar til að lækningamáttur lýsisins sé stórlega ofmetinn.

Sjá næstu 50 fréttir