Innlent

Íslensk hlutabréf hækkuðu í dag

Íslensk hlutabréf hækkuðu talsvert í dag og gengi krónunnar styrktist um rúmt prósent. Gengisvísitalan fór niður í 122 í 35 milljarða viðskiptum. Þetta þýðir að Bandaríkjadalur kostar nú tæplega 73 krónur og evran er á rúmlega 87 krónur.

Úrvalsvísitalan hækkaði líka í dag um 2,3%. Mest hækkuðu bréf í Glitni um rúm 4%, KB banki hækkaði um 2,5% og Landsbankinn um 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×