Innlent

Maður á sjötugsaldri numinn á brott

Maður á sjötugsaldri var numinn brott af heimili sínu í Garðinum af fjórum mönnum á laugardagskvöld. Mennirnir stungu honum í farangursgeymslu bifreiðar, létu hann dúsa þar í sjö klukkustundir og gengu í skrokk á honum. Lögregla fer með málið sem mannrán.

Kristinn Óskarsson sat ásamt börnum sínum og horfði á sjónvarpið um kvöldmatarleitið á laugardag þegar dyrabjallan hringdi. Fjórir menn biðu við húsið, spurðu Kristinn að nafni og létu hnefana dynja á honum.

Kristinn, sem var skólaus, segist hafa sloppið við illan leik frá mönnunum, í frosti um hánótt. Hann kom að bænum Múla um klukkan 2 um nóttina, eða sjö klukkustundum eftir að ofbeldismennirnir námu hann á brott.

Lögreglan í Keflavík, fer með rannsókn málsins og fer með það sem mannrán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×