Innlent

Sérfræðingur Microsoft í öryggismálum staddur hér á landi

Jesper Johansson, einn þekktasti sérfræðingur Microsoft í öryggismálum, er staddur hér á landi. Hann hefur skorað á hólm margar viðteknar venjur og aðferðir í öryggismálum varðandi upplýsingatækni. Hann leggur áherslu á að það sé ekki til" Stóri öryggistakkinn" sem hægt er að ýta á og segja, nú erum við örugg. Þetta er alltaf spurning um heilbrigða skynsemi og sífellda vinnu og mat á aðstæðum.

EJS stendur fyrir sinni árlegu öryggisráðstefnu á morgun á Nordica Hótel þar sem fjallað verður um öryggi í upplýsingamálum frá hinum ýmsu hliðum. Jesper Johansson flytur fyrirlestur sem heitir Security Myths v 1.0. Auk hans verða fjölmargir aðrir fyrirlesarar á staðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×