Fleiri fréttir Disney sakað um arðrán Walt Disney fyrirtækið hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum á hendur verksmiðjum í Kína sem framleiða ýmsan varning fyrir fyrirtækið. 19.8.2005 00:01 Gaslind finnst í Norðursjó Norska orku- og iðnfyrirtækið Hydro staðfesti í gær að það hefði fundið miklar gaslindir undan ströndum Noregs. 19.8.2005 00:01 Al-Kaída lýsti ábyrgð Þremur eldflaugum var skotið á skotmörk í Jórdaníu og Ísrael í gær. Ein sprakk rétt hjá bandarísku herskipi en önnur hafnaði nærri flugvelli. Einn maður lést í árásinni. 19.8.2005 00:01 Náðugt hjá Ísraelsher Brottfllutningi landtökumanna af Gaza-svæðinu miðar vel áfram. Ekki kom til neinna alvarlegra átaka á svæðinu í gær. 19.8.2005 00:01 Skiptar skoðanir um flugvöll Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson segir þetta framtíðarmál enda sé í gildi skipulag til ársins 2024. Forstjóri Flugleiða telur flugvellinum áfram best fyrirkomið í Vatnsmýrinni. 19.8.2005 00:01 Leyfislausir leigubílstjórar "Það eru nokkur mál í skoðun hjá okkur í dag og slík mál koma nokkuð reglulega upp," segir Sigurður Hauksson hjá eftirlitsdeild Vegagerðarinnar. Er Sigurður þar að tala um mál er varða misnotkun á atvinnuleyfum leigubílstjóra en eitthvað virðist um að óprúttnir fari ekki að lögum og reglum hvað þau varðar. 19.8.2005 00:01 Tildrög óljós Strætisvagnstjóri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að strætisvagn og vörubíll skullu saman á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar um klukkan níu í morgun. 19.8.2005 00:01 Vill kaupa heilt iðnaðarsvæði "Seltjarnarnesbær hefur ekki tekið neina formlega afstöðu til þessara viðskipta," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. 19.8.2005 00:01 Kjötfjöll úr sögunni Hátt í fimmtíu tonn af kjöti hafa verið flutt til landsins á þessu ári. Neysla lambakjöts hefur aukist það mikið að allt kjöt frá síðustu sláturtíð klárast í haust. 19.8.2005 00:01 Aldnir mega aka rútum "Frá umferðaröryggissjónarmiði er þetta aldeilis út úr kú og ég mun beita mér fyrir því að þessu verði breytt," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. 19.8.2005 00:01 Flestir ánægðir með innflytjendur Flestir Íslendingar eru tiltölulega ánægðir með innflytjendur hérlendis og áhrif þeirra á efnahagslífið, samkvæmt nýrri könnun Rauða kross Íslands. Þó vildi rúmur fimmtungur síður að múslímar byggju í nánd við þá. 19.8.2005 00:01 Ófagleg vinnubrögð hjá Framsókn Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi túlkar uppákomuna í borgarráði í hádeginu í gær sér í hag. Hann segir þetta þó ekki fagleg vinnubrögð hjá framsóknarmönnum. 19.8.2005 00:01 Verðbólgukippur í aðsigi KB-banki spáir því að verðbólga taki kipp á næstu mánuðum. Ekkert lát er á hækkun fasteignaverðs. Nýjasta vísitölumæling sýnir hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 3,4 prósent á aðeins einum mánuði og hækkun á sérbýli um 50 prósent á einu ári. 19.8.2005 00:01 Bíða álits forsætisnefndar Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst bíða með að birta upplýsingar um fjárhags- og hagsmunatengsl þingmanna sinna þar til forsætisnefnd hefur fjallað um málið og ákveðið hvort setja skuli almennar reglur fyrir þingmenn um slíkt. Framsóknarmenn gagnrýna þetta og kalla eftir efndum. 19.8.2005 00:01 Setning HR og Tækniháskólans Fyrsta skólasetning sameinaðs skóla, Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík var í dag. Metfjöldi umsókna er um vist í skólanum eða átján hundruð og fékk liðlega helmingur skólavist. Boðið verður upp á tíu nýjar námsbrautir, en meðal þeirra eru verkfræðigreinar sem ekki hefur verið boðið upp á hér á landi áður, svo sem fjármála- og heilbrigðisverkfræði. 19.8.2005 00:01 Vilja síður múslima sem nágranna Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. 19.8.2005 00:01 Friðarmamman farin heim Friðarmamman Cindy Sheehan, sem hefur haldið til fyrir utan búgarð Bush forseta frá síðustu mánaðamótum gafst upp í gærkvöldi. Hún hafði heitið því að vera við búgarðinn í Texas þar til Bush hitti hana og svaraði spurningum hennar. 19.8.2005 00:01 Búist við fjölmenni í miðbæinn Búist er við fjölda fólks á Menningarnótt en þó færri gestum en á síðasta ári þegar 104.000 manns voru í miðbænum. "Það verður prýðilegasta veður yfir daginn," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. "Það verða smá skúrir fyrripartinn en þornar upp þegar líður á daginn en vindurinn verður eilítið meiri með kvöldinu." 19.8.2005 00:01 Lyfjarisi fær 16 milljarða sekt Kviðdómur í Texas komst í kvöld að þeirri niðurstöðu að lyfjarisinn Merck & Co. bæri ábyrgð á dauða manns sem hafði tekið inn verkjalyfið Vioxx og lést úr hjartaáfalli. Ekkja mannsins fær andvirði rúmra sextán milljarða íslenskra króna í skaðabætur. 19.8.2005 00:01 Vill ekki flugvöll á Löngusker "Þeir hugsa nú bara um sjálfa sig þessir kappar og hugsa ekki um aðra," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og líst ekkert á hugmyndir um byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum sem borgaryfirvöld hafa rætt um við fulltrúa FL Group og dótturfélags þess, Flugfélags Íslands. 19.8.2005 00:01 Nú má guð bíða aðeins lengur 117 ára gömul kona, sem kann að vera sú elsta í heimi, gekkst í gær undir augnaðgerð. "Hér áður bað ég guð um að fara að taka við mér en nú þoli ég að bíða aðeins lengur," sagði Hanna Barisevitsj frá Hvíta-Rússlandi eftir að hún gekkst undir aðgerðina. 19.8.2005 00:01 Deilt um breytingar á leiðakerfi Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjónustutíma, leiðakerfi og tímatöflum verði of mikill. 19.8.2005 00:01 Dróst 20 metra með vörubílnum Sjö voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur strætisvagns og vörubifreiðar á gatnamótum Laugavegs, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á tíunda tímanum í gærmorgun. 19.8.2005 00:01 R-listinn endanlega úr sögunni Samfylkingin ætlar að bjóða fram eigin lista fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar sem haldinn var í gærkvöldi.Þar með er ljóst að R-listinn er úr sögunni, en samstarf félagshyggjuflokkanna í Reykjavík hefur staðið yfir í tæp tólf ár. 18.8.2005 00:01 Ekki alvarlega slösuð eftir fall Þriggja ára stúlka féll niður á steinsteypt hlöðugólf, úr nokkurra metra hæð, í Staðarsveit á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Stúlkan hlaut áverka á höfði og var flutt með þyrlu landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. 18.8.2005 00:01 Innflutningshöft á kínversk föt Bandaríkin og Kína eru nálægt því að komast að samkomulagi um umfangsmikla takmörkun á innflutningi á kínverskri vefnaðarvöru og kínverskum fatnaði til Bandaríkjanna. Bandarískir framleiðendur fatnaðar og vefnaðarvöru hafa lagt mikla áherslu á að höft verði sett á innflutning á vörum frá Kína. 18.8.2005 00:01 Heræfingar Rússa og Kínverja Rússar og Kínverjar hafa tekið höndum saman og æfa heri sína sameiginlega í tilraun sem stendur yfir næstu átta daga. Flug, sjó og landherir ríkjanna æfa nú stíft en í tilkynningu frá yfirvöldum beggja ríkja kemur fram að æfingar þessar séu ekki til að hræða neinn heldur sé tilgangurinn að styrkja samband ríkjanna sem löngum hefur verið ansi stíft. 18.8.2005 00:01 Eldur í bíl á Akureyri Eldur kom upp í bíl á Akureyri í gærkvöldi og sýndu starfsmenn Norðurleiðar mikið snarræði þegar þeir hlupu með slökkvitæki á staðinn og aðstoðuðu bílstjórann við að slökkva eldinn. 18.8.2005 00:01 SAS selur aðra leið SAS flugfélagið hefur skorið upp herör gegn lággjaldaflugfélögum, og mun hér eftir aðeins selja miða aðra leiðina, á flugleiðum sínum í Evrópu. Talsmaður flugfélagsins segir að þetta sé það sem viðskiptavinirnir vilji í stað þess að vera neyddir til þess að kaupa miða báðar leiðir, með allskonar skilyrðum um dvalarlengd og dvalardaga erlendis. 18.8.2005 00:01 Sprengjuárásir í Bangladesh Að minnsta kosti tveir létust og rúmlega 130 særðust þegar um 100 litlar sprengjur sprungu í Bangladesh í gær. Um 50 manns hafa verið handteknir vegna málsins en um heimagerðar sprengjur var að ræða og var mörgum þeirra komið fyrir við opinberar byggingar. 18.8.2005 00:01 Gagnrýna aðgerðir lögreglu Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna harðlega aðgerðir lögreglu og Útlendingastofnunar gegn hópi fólks sem mótmælt hefur umhverfisspjöllum við Kárahjúka og byggingu álbræðslu við Reyðarfjörð. 18.8.2005 00:01 Eldur í blokk í Hafnarfirði Eldur kom upp í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur í tvö. Lögreglumenn í Hafnarfriði höfðu náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar bílar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang. 18.8.2005 00:01 Vilja ferðamenn á ný Yfirvöld í Lundúnum ætla að eyða milljónum punda í auglýsingaherferð sem miðar að því að fá ferðamenn til borgarinnar en þeim hefur fækkað mikið í borginni síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í lestum og strætisvagni borgarinnar þann 7. júlí síðastliðinn. 18.8.2005 00:01 Oddaflug ekki yfirtökuskylt Yfirtökunefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Oddaflug sé ekki yfirtökuskylt í FL Group vegna þeirra breytinga sem urðu á eignarhaldi í félaginu þann 1. júlí. Félagið Oddaflug er í eigu Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group. Hlutabréf í FL Group hafa lækkað í verði á markaði eftir að félagið birti sex mánaða uppgjör. 18.8.2005 00:01 Nemendum fer hægt fjölgandi Leiða má líkum að um 105 þúsund einstaklingar hefji nám í skólum landsins í næstu viku en flestir skólar hefja starfsemi sína þá eftir sumarfrí. Voru nemendur alls tæp 104 þúsund talsins á öllum skólastigum í fyrrahaust en allmargir skólar hafa tilkynnt um aukinn fjölda nemenda milli ára. 18.8.2005 00:01 Fjórir skæruliðar drepnir í Riyadh Fjórir meintir skæruliðar voru drepnir og nokkrir til viðbótar handteknir eftir byssubardaga við öryggissveitir í Sádi-Arabíu í morgun. Lögregla umkringdi hús norður af höfuðborginni Riyadh, drap þar tvo eftirlýsta byssumenn og handsamaði þann þriðja. 18.8.2005 00:01 Krefjast afsagnar Ian Blair Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, verður að segja af sér, segja ættingjar Brasilíumannsins Jeans Charles de Menezes, sem skotinn var í misgripum í neðanjarðarlestarstöð í borginni í síðasta mánuði. 18.8.2005 00:01 Tafir í Leifsstöð vegna vatnsleka Allt að helmingi innritunarborða í Leifstöð hefur verið lokað þar sem vatnsrör sprakk á þriðju hæð byggingarinnar í morgun sem olli vatnstjóni á fyrstu hæð. Starfsfólk flugstöðvarinnar vill þar af leiðandi biðja farþega sem halda út með flugi í dag að mæta tímanlega því búast má við einhverri töf í innritun. 18.8.2005 00:01 Lét lífið fyrir eigin sprengju Sautján ára norskur piltur lét lífið þegar sprengja sem hann var að setja saman heima hjá sér sprakk í loft upp. Pilturinn hafði fundið leiðbeiningar á Netinu um hvernig búa ætti til sprengju en lögregla segir enga ástæðu til að gruna að hryðjuverk hafi verið í undirbúningi. Bróðir piltsins slasaðist einnig í sprengingunni. Talsmenn lögreglu segja allt benda til þess að um barnaskap unglinga hafi verið að ræða. 18.8.2005 00:01 Dómur gæti legið fyrir í janúar Dómur í Baugsmálinu, í Héraðsdómi, gæti í fyrsta lagi legið fyrir um miðjan janúar næstkomandi. 18.8.2005 00:01 Lögreglustjóri vildi ekki rannsókn Yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum vildi að lögreglan sjálf rannsakaði tildrög þess að lögreglumenn skutu Brasilíumann til bana á lestarstöð í júlí og mælti gegn utanaðkomandi rannsókn. Ekki var farið að beiðni hans en rannsóknarnefndin fékk ekki aðgang að lestarstöðinni fyrr en þremur dögum eftir atvikið. </font /></b /> 18.8.2005 00:01 Milljón pílagrímar bíða páfa Hundruð þúsunda ungmenna frá 184 löndum eru saman komin í Köln í Þýskalandi og bíða komu Benedikts páfa XVI. en alþjóðleg hátíð kaþólskra ungmenna stendur nú yfir í borginni. 18.8.2005 00:01 Helmingur brúða undir lögaldri Nær helmingur allra brúða í Afganistan eru yngri en 16 ára og á afskekktum svæðum landsins eru stúlkubörn allt niður í sex ára gefin í hjónabönd samkvæmt upplýsingum sem AP fréttastofan hefur frá Sameinuðu þjóðunum. 18.8.2005 00:01 Saurgerlar í Munaðarnesi Saurgerlar og Kampfýlobakteríur hafa fundist í drykkjarvatni orlofshúsa í Munaðarnesi í Borgarnesi. Viðvörun vegna þessa hefur verið dreift til íbúa á svæðinu. 18.8.2005 00:01 Sér eftir R-listanum R-listinn hefur sungið sitt síðasta. Á fulltrúaráðsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi var ákveðið að flokkurinn byði fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formaður Samfylkingarinnar horfir á eftir listanum með eftirsjá. 18.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Disney sakað um arðrán Walt Disney fyrirtækið hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum á hendur verksmiðjum í Kína sem framleiða ýmsan varning fyrir fyrirtækið. 19.8.2005 00:01
Gaslind finnst í Norðursjó Norska orku- og iðnfyrirtækið Hydro staðfesti í gær að það hefði fundið miklar gaslindir undan ströndum Noregs. 19.8.2005 00:01
Al-Kaída lýsti ábyrgð Þremur eldflaugum var skotið á skotmörk í Jórdaníu og Ísrael í gær. Ein sprakk rétt hjá bandarísku herskipi en önnur hafnaði nærri flugvelli. Einn maður lést í árásinni. 19.8.2005 00:01
Náðugt hjá Ísraelsher Brottfllutningi landtökumanna af Gaza-svæðinu miðar vel áfram. Ekki kom til neinna alvarlegra átaka á svæðinu í gær. 19.8.2005 00:01
Skiptar skoðanir um flugvöll Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson segir þetta framtíðarmál enda sé í gildi skipulag til ársins 2024. Forstjóri Flugleiða telur flugvellinum áfram best fyrirkomið í Vatnsmýrinni. 19.8.2005 00:01
Leyfislausir leigubílstjórar "Það eru nokkur mál í skoðun hjá okkur í dag og slík mál koma nokkuð reglulega upp," segir Sigurður Hauksson hjá eftirlitsdeild Vegagerðarinnar. Er Sigurður þar að tala um mál er varða misnotkun á atvinnuleyfum leigubílstjóra en eitthvað virðist um að óprúttnir fari ekki að lögum og reglum hvað þau varðar. 19.8.2005 00:01
Tildrög óljós Strætisvagnstjóri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að strætisvagn og vörubíll skullu saman á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar um klukkan níu í morgun. 19.8.2005 00:01
Vill kaupa heilt iðnaðarsvæði "Seltjarnarnesbær hefur ekki tekið neina formlega afstöðu til þessara viðskipta," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. 19.8.2005 00:01
Kjötfjöll úr sögunni Hátt í fimmtíu tonn af kjöti hafa verið flutt til landsins á þessu ári. Neysla lambakjöts hefur aukist það mikið að allt kjöt frá síðustu sláturtíð klárast í haust. 19.8.2005 00:01
Aldnir mega aka rútum "Frá umferðaröryggissjónarmiði er þetta aldeilis út úr kú og ég mun beita mér fyrir því að þessu verði breytt," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. 19.8.2005 00:01
Flestir ánægðir með innflytjendur Flestir Íslendingar eru tiltölulega ánægðir með innflytjendur hérlendis og áhrif þeirra á efnahagslífið, samkvæmt nýrri könnun Rauða kross Íslands. Þó vildi rúmur fimmtungur síður að múslímar byggju í nánd við þá. 19.8.2005 00:01
Ófagleg vinnubrögð hjá Framsókn Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi túlkar uppákomuna í borgarráði í hádeginu í gær sér í hag. Hann segir þetta þó ekki fagleg vinnubrögð hjá framsóknarmönnum. 19.8.2005 00:01
Verðbólgukippur í aðsigi KB-banki spáir því að verðbólga taki kipp á næstu mánuðum. Ekkert lát er á hækkun fasteignaverðs. Nýjasta vísitölumæling sýnir hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 3,4 prósent á aðeins einum mánuði og hækkun á sérbýli um 50 prósent á einu ári. 19.8.2005 00:01
Bíða álits forsætisnefndar Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst bíða með að birta upplýsingar um fjárhags- og hagsmunatengsl þingmanna sinna þar til forsætisnefnd hefur fjallað um málið og ákveðið hvort setja skuli almennar reglur fyrir þingmenn um slíkt. Framsóknarmenn gagnrýna þetta og kalla eftir efndum. 19.8.2005 00:01
Setning HR og Tækniháskólans Fyrsta skólasetning sameinaðs skóla, Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík var í dag. Metfjöldi umsókna er um vist í skólanum eða átján hundruð og fékk liðlega helmingur skólavist. Boðið verður upp á tíu nýjar námsbrautir, en meðal þeirra eru verkfræðigreinar sem ekki hefur verið boðið upp á hér á landi áður, svo sem fjármála- og heilbrigðisverkfræði. 19.8.2005 00:01
Vilja síður múslima sem nágranna Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. 19.8.2005 00:01
Friðarmamman farin heim Friðarmamman Cindy Sheehan, sem hefur haldið til fyrir utan búgarð Bush forseta frá síðustu mánaðamótum gafst upp í gærkvöldi. Hún hafði heitið því að vera við búgarðinn í Texas þar til Bush hitti hana og svaraði spurningum hennar. 19.8.2005 00:01
Búist við fjölmenni í miðbæinn Búist er við fjölda fólks á Menningarnótt en þó færri gestum en á síðasta ári þegar 104.000 manns voru í miðbænum. "Það verður prýðilegasta veður yfir daginn," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. "Það verða smá skúrir fyrripartinn en þornar upp þegar líður á daginn en vindurinn verður eilítið meiri með kvöldinu." 19.8.2005 00:01
Lyfjarisi fær 16 milljarða sekt Kviðdómur í Texas komst í kvöld að þeirri niðurstöðu að lyfjarisinn Merck & Co. bæri ábyrgð á dauða manns sem hafði tekið inn verkjalyfið Vioxx og lést úr hjartaáfalli. Ekkja mannsins fær andvirði rúmra sextán milljarða íslenskra króna í skaðabætur. 19.8.2005 00:01
Vill ekki flugvöll á Löngusker "Þeir hugsa nú bara um sjálfa sig þessir kappar og hugsa ekki um aðra," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og líst ekkert á hugmyndir um byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum sem borgaryfirvöld hafa rætt um við fulltrúa FL Group og dótturfélags þess, Flugfélags Íslands. 19.8.2005 00:01
Nú má guð bíða aðeins lengur 117 ára gömul kona, sem kann að vera sú elsta í heimi, gekkst í gær undir augnaðgerð. "Hér áður bað ég guð um að fara að taka við mér en nú þoli ég að bíða aðeins lengur," sagði Hanna Barisevitsj frá Hvíta-Rússlandi eftir að hún gekkst undir aðgerðina. 19.8.2005 00:01
Deilt um breytingar á leiðakerfi Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjónustutíma, leiðakerfi og tímatöflum verði of mikill. 19.8.2005 00:01
Dróst 20 metra með vörubílnum Sjö voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur strætisvagns og vörubifreiðar á gatnamótum Laugavegs, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á tíunda tímanum í gærmorgun. 19.8.2005 00:01
R-listinn endanlega úr sögunni Samfylkingin ætlar að bjóða fram eigin lista fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar sem haldinn var í gærkvöldi.Þar með er ljóst að R-listinn er úr sögunni, en samstarf félagshyggjuflokkanna í Reykjavík hefur staðið yfir í tæp tólf ár. 18.8.2005 00:01
Ekki alvarlega slösuð eftir fall Þriggja ára stúlka féll niður á steinsteypt hlöðugólf, úr nokkurra metra hæð, í Staðarsveit á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Stúlkan hlaut áverka á höfði og var flutt með þyrlu landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. 18.8.2005 00:01
Innflutningshöft á kínversk föt Bandaríkin og Kína eru nálægt því að komast að samkomulagi um umfangsmikla takmörkun á innflutningi á kínverskri vefnaðarvöru og kínverskum fatnaði til Bandaríkjanna. Bandarískir framleiðendur fatnaðar og vefnaðarvöru hafa lagt mikla áherslu á að höft verði sett á innflutning á vörum frá Kína. 18.8.2005 00:01
Heræfingar Rússa og Kínverja Rússar og Kínverjar hafa tekið höndum saman og æfa heri sína sameiginlega í tilraun sem stendur yfir næstu átta daga. Flug, sjó og landherir ríkjanna æfa nú stíft en í tilkynningu frá yfirvöldum beggja ríkja kemur fram að æfingar þessar séu ekki til að hræða neinn heldur sé tilgangurinn að styrkja samband ríkjanna sem löngum hefur verið ansi stíft. 18.8.2005 00:01
Eldur í bíl á Akureyri Eldur kom upp í bíl á Akureyri í gærkvöldi og sýndu starfsmenn Norðurleiðar mikið snarræði þegar þeir hlupu með slökkvitæki á staðinn og aðstoðuðu bílstjórann við að slökkva eldinn. 18.8.2005 00:01
SAS selur aðra leið SAS flugfélagið hefur skorið upp herör gegn lággjaldaflugfélögum, og mun hér eftir aðeins selja miða aðra leiðina, á flugleiðum sínum í Evrópu. Talsmaður flugfélagsins segir að þetta sé það sem viðskiptavinirnir vilji í stað þess að vera neyddir til þess að kaupa miða báðar leiðir, með allskonar skilyrðum um dvalarlengd og dvalardaga erlendis. 18.8.2005 00:01
Sprengjuárásir í Bangladesh Að minnsta kosti tveir létust og rúmlega 130 særðust þegar um 100 litlar sprengjur sprungu í Bangladesh í gær. Um 50 manns hafa verið handteknir vegna málsins en um heimagerðar sprengjur var að ræða og var mörgum þeirra komið fyrir við opinberar byggingar. 18.8.2005 00:01
Gagnrýna aðgerðir lögreglu Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna harðlega aðgerðir lögreglu og Útlendingastofnunar gegn hópi fólks sem mótmælt hefur umhverfisspjöllum við Kárahjúka og byggingu álbræðslu við Reyðarfjörð. 18.8.2005 00:01
Eldur í blokk í Hafnarfirði Eldur kom upp í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur í tvö. Lögreglumenn í Hafnarfriði höfðu náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar bílar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang. 18.8.2005 00:01
Vilja ferðamenn á ný Yfirvöld í Lundúnum ætla að eyða milljónum punda í auglýsingaherferð sem miðar að því að fá ferðamenn til borgarinnar en þeim hefur fækkað mikið í borginni síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í lestum og strætisvagni borgarinnar þann 7. júlí síðastliðinn. 18.8.2005 00:01
Oddaflug ekki yfirtökuskylt Yfirtökunefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Oddaflug sé ekki yfirtökuskylt í FL Group vegna þeirra breytinga sem urðu á eignarhaldi í félaginu þann 1. júlí. Félagið Oddaflug er í eigu Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group. Hlutabréf í FL Group hafa lækkað í verði á markaði eftir að félagið birti sex mánaða uppgjör. 18.8.2005 00:01
Nemendum fer hægt fjölgandi Leiða má líkum að um 105 þúsund einstaklingar hefji nám í skólum landsins í næstu viku en flestir skólar hefja starfsemi sína þá eftir sumarfrí. Voru nemendur alls tæp 104 þúsund talsins á öllum skólastigum í fyrrahaust en allmargir skólar hafa tilkynnt um aukinn fjölda nemenda milli ára. 18.8.2005 00:01
Fjórir skæruliðar drepnir í Riyadh Fjórir meintir skæruliðar voru drepnir og nokkrir til viðbótar handteknir eftir byssubardaga við öryggissveitir í Sádi-Arabíu í morgun. Lögregla umkringdi hús norður af höfuðborginni Riyadh, drap þar tvo eftirlýsta byssumenn og handsamaði þann þriðja. 18.8.2005 00:01
Krefjast afsagnar Ian Blair Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, verður að segja af sér, segja ættingjar Brasilíumannsins Jeans Charles de Menezes, sem skotinn var í misgripum í neðanjarðarlestarstöð í borginni í síðasta mánuði. 18.8.2005 00:01
Tafir í Leifsstöð vegna vatnsleka Allt að helmingi innritunarborða í Leifstöð hefur verið lokað þar sem vatnsrör sprakk á þriðju hæð byggingarinnar í morgun sem olli vatnstjóni á fyrstu hæð. Starfsfólk flugstöðvarinnar vill þar af leiðandi biðja farþega sem halda út með flugi í dag að mæta tímanlega því búast má við einhverri töf í innritun. 18.8.2005 00:01
Lét lífið fyrir eigin sprengju Sautján ára norskur piltur lét lífið þegar sprengja sem hann var að setja saman heima hjá sér sprakk í loft upp. Pilturinn hafði fundið leiðbeiningar á Netinu um hvernig búa ætti til sprengju en lögregla segir enga ástæðu til að gruna að hryðjuverk hafi verið í undirbúningi. Bróðir piltsins slasaðist einnig í sprengingunni. Talsmenn lögreglu segja allt benda til þess að um barnaskap unglinga hafi verið að ræða. 18.8.2005 00:01
Dómur gæti legið fyrir í janúar Dómur í Baugsmálinu, í Héraðsdómi, gæti í fyrsta lagi legið fyrir um miðjan janúar næstkomandi. 18.8.2005 00:01
Lögreglustjóri vildi ekki rannsókn Yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum vildi að lögreglan sjálf rannsakaði tildrög þess að lögreglumenn skutu Brasilíumann til bana á lestarstöð í júlí og mælti gegn utanaðkomandi rannsókn. Ekki var farið að beiðni hans en rannsóknarnefndin fékk ekki aðgang að lestarstöðinni fyrr en þremur dögum eftir atvikið. </font /></b /> 18.8.2005 00:01
Milljón pílagrímar bíða páfa Hundruð þúsunda ungmenna frá 184 löndum eru saman komin í Köln í Þýskalandi og bíða komu Benedikts páfa XVI. en alþjóðleg hátíð kaþólskra ungmenna stendur nú yfir í borginni. 18.8.2005 00:01
Helmingur brúða undir lögaldri Nær helmingur allra brúða í Afganistan eru yngri en 16 ára og á afskekktum svæðum landsins eru stúlkubörn allt niður í sex ára gefin í hjónabönd samkvæmt upplýsingum sem AP fréttastofan hefur frá Sameinuðu þjóðunum. 18.8.2005 00:01
Saurgerlar í Munaðarnesi Saurgerlar og Kampfýlobakteríur hafa fundist í drykkjarvatni orlofshúsa í Munaðarnesi í Borgarnesi. Viðvörun vegna þessa hefur verið dreift til íbúa á svæðinu. 18.8.2005 00:01
Sér eftir R-listanum R-listinn hefur sungið sitt síðasta. Á fulltrúaráðsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi var ákveðið að flokkurinn byði fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formaður Samfylkingarinnar horfir á eftir listanum með eftirsjá. 18.8.2005 00:01