Erlent

Lét lífið fyrir eigin sprengju

Sautján ára norskur piltur lét lífið þegar sprengja sem hann var að setja saman heima hjá sér sprakk í loft upp. Pilturinn hafði fundið leiðbeiningar á Netinu um hvernig búa ætti til sprengju en lögregla segir enga ástæðu til að gruna að hryðjuverk hafi verið í undirbúningi. Bróðir piltsins slasaðist einnig í sprengingunni. Talsmenn lögreglu segja allt benda til þess að um barnaskap unglinga hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×