Innlent

Ekki alvarlega slösuð eftir fall

Þriggja ára stúlka féll niður á steinsteypt hlöðugólf, úr nokkurra metra hæð, í Staðarsveit á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Stúlkan hlaut áverka á höfði og var flutt með þyrlu landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Að sögn vakthafandi læknis reyndist stúlkan þó ekki alvarlega slösuð, en var lögð inn til skoðunar og heilsast henni vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×