Erlent

Disney sakað um arðrán

Walt Disney fyrirtækið hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum á hendur verksmiðjum í Kína sem framleiða ýmsan varning fyrir fyrirtækið. Verksmiðjurnar eru sakaðar um að borga verkamönnum brot af lágmarkslaunum, auka á þá vinnuálag og falsa launaseðla til að villa um fyrir verkalýðsfélögum. Ásakanirnar komu fram í skýrslu samtaka í Hong Kong sem berjast fyrir bættari kjörum verkamanna. Þar kemur fram að starfsmenn verksmiðjanna fá greitt sem nemur tuttugu krónum á tímann. Disney hefur þegar heitið því að lagfæra þau atriði sem misbrestur er á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×