Innlent

Eldur í bíl á Akureyri

Eldur kom upp í bíl á Akureyri í gærkvöldi og sýndu starfsmenn Norðurleiðar mikið snarræði þegar þeir hlupu með slökkvitæki á staðinn og aðstoðuðu bílstjórann við að slökkva eldinn. Starfsmennirnir hringdu í Neyðarlínuna og var búið að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Talið er að bensín hafi lekið á hljóðkút, með þeim afleiðingum að eldurinn kom upp, en bíllinn er töluvert mikið skemmdur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×