Fleiri fréttir

Velta dagvöruverslunar eykst

Samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar var velta í dagvöruverslun 10,2% meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2004, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga.

Sniglar valda usla í Danmörku

Risasniglar frá Spáni eru að gera garðeigendur í Danmörku brjálaða. Þeir hafa breiðst út um nánast allt landið, og Danir sem eru umhyggjusamir um garða sína geta tínt saman tvö til þrjúhundruð snigla á hverjum einasta morgni.

Væntanleg úttekt á Skipulagssjóði

Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar hefur lagt fram skýrslu um kaup borgarinnar á Stjörnubíósreit og útboði á framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar á reitnum.

Móðir berst gegn Íraksstríðinu

Barátta sorgmæddrar móður hefur vakið þjóðarathygli í Bandaríkjunum. Cindy Sheehan hefur staðið utan við búgarð Bush forseta svo dögum skiptir til að mótmæla Íraksstríðinu.

Stefán Jón fundar um manneklu

Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, hefur boðað til fundar í fyrramálið með stjórnendum leikskólanna til að fara yfir stöðuna í ráðningarmálum.

Samfylking brýtur eigin siðareglur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar telur enga hagsmunaárekstra felast í því að hún sitji í stjórn Seðlabankans. Siðareglur, sem flokkurinn setur þingmönnum, banna þeim að sitja í stjórnum banka, stofnana og fyrirtækja þar sem hætta er á slíku.

Flug með eðlilegum hætti á morgun

Loka þurfti stórum hluta innritunarsals Leifsstöðvar í morgun, í kjölfar vatnsleka í byggingunni. Vatnsrör sprakk á þriðju hæð flugstöðvarinnar og láku á milli 10 og 15 tonn af vatni á milli hæða og niður á jarðhæð. Vegna þessa sló tölvukerfinu á innritunarborðunum út og þurfti að flytja innritunina yfir í norðurhluta byggingarinnar.

Páfa fagnaði í Þýskalandi

Tugþúsundir skælbrosandi ungmenna fögnuðu Benedikt páfa sextánda gríðarlega þegar hann kom til Þýskalands í morgun. Hann er þar til að taka þátt í kaþólskum æskulýðsdegi og messu á sunnudaginn.

Landnemar fluttir úr bænahúsum

Landnemar á Gasa-svæðinu öskruðu og æptu þegar ísraelskar sveitir létu til skarar skríða gegn þeim í dag. Fólkið var flutt úr bænahúsum með valdi. Harkan sex var boðorðið í dag og ísraelskir hermenn fylgdu því eftir, þó að sumum þeirra hafi verið það á móti skapi. Fimmtíu þúsund lögreglu- og hermenn voru til reiðu en þetta er stærsta hernaðaraðgerð Ísraels á friðartímum.

Baugur og ímynd þjóðarinnar

Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök.

Barist innbyrðis um hylli kjósenda

Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að verja á fundi með fulltrúum háskólastúdenta.

Ráðherralisti Angelu Merkel

Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja.

Íbúðalánasjóður braut reglur EES

Lánveitingar Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja eru ólögmætar og stangast á við reglur EES, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Íbúðalánasjóður segir álitsgerðina byggða á forsendum sem standist ekki.

NASA gagnrýnd harðlega

Stjórnendur bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA fá á baukinn í skýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakaði vandræðin sem fylgdu ferð geimferjunnar Discovery á dögunum.

Átök á öðrum degi brottflutnings

Til alvarlega átaka kom á milli landtökumanna og hermanna í Neve Dekalim og Kfar Darom á Gaza-ströndinni í gær þegar herinn reyndi að rýma tvær sýnagógur í hverfinu.

Til Íslands í næstu viku

Forseti Tékklands, Václav Klaus, og eiginkona hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Heimsóknin er í boði forseta Íslands og stendur frá mánudegi fram á þriðjudag.

Átta íbúðir rýmdar vegna elds

Rýma þurfti átta íbúðir eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Laufvang í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tvö í fyrrinótt. Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á staðinn en hluta þess var fljótlega snúið við.

Flugslysið gerist æ dularfyllra

Líkur eru taldar á því að farþegar kýpversku þotunnar sem fórst á sunnudaginn með 121 manni innanborðs hafi misst meðvitund fljótlega eftir flugtak. Vélin flaug svo á sjálfstýringu þar til hún fórst.

Féll fimm metra niður á hlöðugólf

Sækja þurfti þriggja ára gamalt stúlkubarn með þyrlu eftir að hún féll um fimm metra niður á steinsteyptan pall í hlöðu í Staðarsveit á Snæfellsnesi í fyrrinótt.

Truflun á innritun

Nokkur truflun varð á innritun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar vatnsrör á þriðju hæð hússins opnaðist með þeim afleiðingum að tölvukerfi sló út á innritunarborðum.

Tíu börn send heim dag hvern

Til aðgerða kemur á leikskóla í Grafarvogi að óbreyttu á mánudag vegna manneklu en starfsfólk vantar í þrjár stöður við leikskólann. Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar fundar í dag með leikskólastjórum til þess að fara yfir stöðuna.

Breytingar gangi kannski til baka

Til greina kemur að hætta við breytingar á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkurborgar.

Kapphlaup við tímann

Íraskir þingmenn leggja nú allt kapp á að ljúka við frumvarp til stjórnarskrár landsins en frestur þeirra rennur út eftir helgi. Fjórir bandarískir hermenn létu lífið í sprengjuárás í gær.

Sprenging í Ósló

Sautján ára gamall piltur af sýrlenskum uppruna beið bana þegar sprengja sem hann hafði búið til sprakk í höndunum á honum á heimili hans í Ósló. Nítján ára bróðir hans slasaðist alvarlega.

Ratvís dúfa

Norsk bréfdúfa villtist á leið sinni á dögunum og lenti óvart í Svíþjóð. Engu að síður sýndi hún óvenjulegar gáfur í viðleitni sinni við að rata.

IKEA sakað um mútuþægni

IKEA í Þýskalandi sætir nú lögreglurannsókn eftir að upp komst að forsvarsmenn fyrirtækisins tóku við tugmilljóna króna mútum frá byggingaverktökum.

Stelpum á pillunni snarfjölgar

Dönskum unglingsstúlkum sem nota getnaðarvarnarpilluna hefur fjölgað mikið samkvæmt könnun samtaka danskra lækna.

Gögn sanna sekt segir Jón Gerald

Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum.

Stóriðja eykur landsframleiðslu

Stóriðjuuppbygging á síðustu fjörutíu árum hefur leitt til þess að landsframleiðsla hérlendis er 60 til 70 prósentum meiri en ef ekki hefði verið farið út í stóriðju og ekkert annað hefði komið í staðinn. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins.

Kaffihús í Hljómskálagarðinn

Kaffihús í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika á næsta ári en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara út í framkvæmdir til að hressa upp á garðinn. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi Hljómskálagarðsins þannig að gert verði ráð fyrir kaffihúsi og útiveitingaaðstöðu þar.

Til allrar hamingju!

Rannsóknargögn doktors Jens Pálssonar mannfræðings voru í dag afhent Háskóla Íslands til varðveislu. Jens komst meðal annars að því að til allrar hamingju væru Íslendingar ekki bara komnir af Norðmönnum heldur einnig Írum.

Borgin og flugfélög ræða flugvöll

Fulltrúar FL Group og Flugfélags Íslands hafa rætt við borgaryfirvöld um möguleikan á nýjum Reykjavíkurflugvelli á Lönguskerjum. Formaður skipulagsráðs segir viðræðurnar skref í átt að því að lausn finnist á málinu.

Töluverður verðmunur á skólabókum

Verðmunur á skólabókum milli bókaverslana getur verið allt að 60 prósent samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem birt var heimasíðu sambandsins í gær.

Gallar í nýbyggingum Skuggahverfis

Fjölmargir íbúðaeigendur í nýja Skuggahverfinu hafa orðið fyrir verulegum óþægindum vegna deilna fyrirtækisins 101 Skuggahverfis og verktakafyrirtækisins Eyktar. Verktakinn segist hafa lokið sínu verki en 101 Skuggahverfi vænir hann um vanefndir.

Hlaupa með hjólastóla á laugardag

Níu hlauparar úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ætla að hlaupa með þrjá fatlaða einstaklinga í hjólastól í 3ja kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn.   Hjólastólarnir hafa verið sérútbúnir af þessu tilefni.  Þrír hlauparar skiptast á að hlaupa með hvern stól.

Þrjátíu létust í sprengjuárás

Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og yfir fimmtíu særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu með aðeins örfárra mínútna millibili í Baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Sprengjurnar sprungu báðar nálægt rútubílastöð með fyrrgreindum afleiðingum.

Bílar skemmdust um borð í Herjólfi

Tveir bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær þegar gámur losnaði og lenti á öðrum bílnum, sem síðan rann á næsta bíl fyrir aftan og skemmdi hann nokkuð. Bíllinn sem gámurinn rann á er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Mjög vont sjóveður var í gær og lagðist Herjólfur að bryggju í Vestmannaeyjum töluvert á eftir áætlun, en frá þessu er greint á fréttasíðunni eyjafrettir.is.

Stéttarfélagsþátttaka 85%

Stéttarfélagsþátttaka á Íslandi er næstum því sjöföld á við það sem gerist í Bandaríkjunum en hér á landi eru um 85% launþega í stéttarfélagi samanborið við 12,5% í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef VR.

Blaðamannafundur á Hótel Nordica

Blaðamannafundur þar sem breskir lögfræðingar kynna skýrslu um Baugsmálið hófst á Nordica Hótel klukkan níu í morgun, en stjórn Baugs boðaði til fundarins. Breska lögfræðifyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á fyrirtækjum, en það hóf að fara í gegnum ákærurnar í Baugsmálinu fyrir um fimm vikum.

Metfarþegafjöldi hjá Icelandair

Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Icelandair í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá voru farþegarnir um 214 þúsund talsins. Þetta jafngildir því að félagið hafi flutt um sjö þúsund farþega daglega í júlí. Farþegunum fjölgaði um rúm 16% frá júlí í fyrra en þá voru þeir um 184 þúsund talsins. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrettán og hálft prósent og eru nú 882 þúsund.

Brottflutningur af Gaza á áætlun

Víða voru haldnar einskonar kveðjuveislur á Gasa áður en svæðið var yfirgefið en gríðarleg sorg ríkir nú í Ísrael. Yfir níu þúsund manns hafa á síðustu dögum þurft að yfirgefa heimili sín og er reiði í garðs Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins mikil.

Tímabundið framsal á Hussain

Dómstóll á Ítalíu fjallar sem stendur um framsalsbeiðni Breta sem vilja að Osman Hussain, sem einnig er þekktur sem Hamdi Isaac, verði sendur til Bretlands. Yfirvöld þar vilja yfirheyra og ákæra hann fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkaárásum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn.

Fjölbreytt dagskrá menningarnætur

Yfir 300 viðburðir verða í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt sem haldin verður á laugardaginn í 10. sinn. Lögregla býst við allt að 100.000 gestum í miðborginni. Dagurinn hefst með ávarpi borgarstjóra og Reykjavíkurmaraþoninu verður hleypt af stað klukkan 11. Um það bil 300 viðburðir verða í boði yfir daginn og fram á nótt en Menningarnótt fer nú fram í tíunda sinn og verður danskur keimur af nóttinni þar sem Kaupmannahöfn er gestasveitarfélag borgarinnar þetta árið.

Madonna slasaðist á hestbaki

Söngkonan Madonna hlaut alvarleg beinbrot þegar hún féll af hestbaki á útreiðum við óðal sitt skammt frá Lundúnum í gær. Slysið átti sér stað í fjörutíu og sjö ára afmælisveislu Madonnu við Ashcombe House, þar sem hún býr ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún braut rifbein, viðbeinið og höndina, en var útskrifuð af sjúkrahúsi í morgun.

Menezes skotinn vegna mistaka

Mistök leiddu til þess að breskir lögreglumenn skutu til bana brasilískan mann sem þeir töldu hryðjuverkamann, í Lundúnum fyrir nokkru. Lögreglumennirnir skutu Jean Charles de Menezes átta sinnum á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum þann tuttugasta og annan júlí síðastliðinn, daginn eftir seinni hrinu árása í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir