Erlent

Nú má guð bíða aðeins lengur

117 ára gömul kona, sem kann að vera sú elsta í heimi, gekkst í gær undir augnaðgerð. "Hér áður bað ég guð um að fara að taka við mér en nú þoli ég að bíða aðeins lengur," sagði Hanna Barisevitsj frá Hvíta-Rússlandi eftir að hún gekkst undir aðgerðina. Hanna var farin að sjá ansi illa og þáði því boðið þegar einkarekin heilbrigðisstofnun bauðst til að framkvæma aðgerðina endurgjaldslaust. Hún fæddist 5. maí 1885 samkvæmt vegabréfi hennar en Heimsmetabók Guinness hefur ekki staðfest að hún sé elsta kona heims þar sem hún hefur aldrei óskað eftir því. Hollensk 115 ára kona er þar skráð elsta kona heims.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×