Erlent

Innflutningshöft á kínversk föt

Bandaríkin og Kína eru nálægt því að komast að samkomulagi um umfangsmikla takmörkun á innflutningi á kínverskri vefnaðarvöru og kínverskum fatnaði til Bandaríkjanna. Bandarískir framleiðendur fatnaðar og vefnaðarvöru hafa lagt mikla áherslu á að höft verði sett á innflutning á vörum frá Kína. Þeir segja að um tuttugu fyrirtæki hafi farið í gjaldþrot og yfir 26.000 störf tapast í greininni frá upphafi ársins, en kínversk vefnaðarvara er að jafnaði mun ódýrari en bandarísk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×