Vilja síður múslima sem nágranna 19. ágúst 2005 00:01 Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. Í könnuninni kemur fram að meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið og svaraði einn af hverjum fimm svo til að hagur sinn hafi batnað vegna fjölgunar innflytjenda meðan einn af hverjum tuttugu hélt hinu gagnstæða fram. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að miðað við þessar tölur séu Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda af íbúum allra Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Fram kom á fundi þar sem niðurstaðan var kynnt að karlar eru mótfallnari því en konur að börn sín giftist útlendingi, fimmti hver karlmaður sagðist myndu verða ósáttur við slíkan ráðahag meðan helmingi færri konur svöruðu á þá lund. Einnig kom fram á fundinum að einn af hverjum sjö vilja ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. Rauði kross Íslands sker nú upp herör gegn fordómum í garð innflytjenda og annara minnihlutahópa og í þeim tilgangi verður átaki undir kjörorðunum "Byggjum betra samfélag" ýtt úr vör á menningarnótt. "Það verður poppað og rokkað í nafni málefnisins um helgina en þar með er ekki öll sagan sögð því þetta er verkefni til fjögura ára," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands . Salmann Tamimi: "Þetta er ámynning til okkar að fara að kynna trú okkar og okkur sjálfa fyrir þjóðfélaginu því það er greinilega kominn upp mikill misskilningur sem nauðsynlegt er að eyða," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup á viðhorfi Íslendinga til minnihlutahópa. Einar Skúlason: "Þetta kemur ekki svo mikið á óvart í ljósi þeirrar neikvæðu fjölmiðlaumræðu sem á sér stað um múslima en engin vandræði hafa komið upp hér á landi sem gætu skýrt þetta," segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um niðurstöður könnunarinnar, í henni kom fram að tuttugu og tvö prósent svarenda vildu síður búa í næstu íbúð við múslima. Einar segir að Biskupsstofa og Alþjóðahús standi að fundum þar sem fulltrúar frá stærstu trúarhópum landsins ræði um sameiginleg hagsmunamál og slík umræða sé líkleg til að eyða fordómum milli trúarhópa. Sigríður Kristjánsdóttir: "Þetta eru sláandi tölur," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup sem leiddi í ljós að einn af hverjum sjö svarendum vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. "Ég tel að það sé með þessa fordóma eins og marga að þeir eru oftast sprottnir af einhverju sem fólk hefur sjálft ekki reynslu af en ef þessir tveir hópar, geðfatlaðir og aðrir, fengju reynslu hvor af öðrum tel ég að viðhorf myndu breytast og umburðarlyndi aukast." "Það eru sláandi tölur að tuttugu og tvö prósent vilji ekki búa við hlið múslima og ég er undrandi á því að Íslendingar, sem oft státa af því að vera umburðarlynd þjóð, hafi svo bara umburðarlyndi gagnvart sumum en ekki öðrum. Hvers konar umburðarlyndi er það?" Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Tuttugu og tvö prósent Íslendinga vilja ekki búa í næstu íbúð við múslima ef marka má könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða kross Íslands um viðhorf Íslendinga gangvart minnihlutahópum. Í könnuninni kemur fram að meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið og svaraði einn af hverjum fimm svo til að hagur sinn hafi batnað vegna fjölgunar innflytjenda meðan einn af hverjum tuttugu hélt hinu gagnstæða fram. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir að miðað við þessar tölur séu Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda af íbúum allra Norðurlandanna og þó víðar væri leitað. Fram kom á fundi þar sem niðurstaðan var kynnt að karlar eru mótfallnari því en konur að börn sín giftist útlendingi, fimmti hver karlmaður sagðist myndu verða ósáttur við slíkan ráðahag meðan helmingi færri konur svöruðu á þá lund. Einnig kom fram á fundinum að einn af hverjum sjö vilja ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. Rauði kross Íslands sker nú upp herör gegn fordómum í garð innflytjenda og annara minnihlutahópa og í þeim tilgangi verður átaki undir kjörorðunum "Byggjum betra samfélag" ýtt úr vör á menningarnótt. "Það verður poppað og rokkað í nafni málefnisins um helgina en þar með er ekki öll sagan sögð því þetta er verkefni til fjögura ára," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands . Salmann Tamimi: "Þetta er ámynning til okkar að fara að kynna trú okkar og okkur sjálfa fyrir þjóðfélaginu því það er greinilega kominn upp mikill misskilningur sem nauðsynlegt er að eyða," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup á viðhorfi Íslendinga til minnihlutahópa. Einar Skúlason: "Þetta kemur ekki svo mikið á óvart í ljósi þeirrar neikvæðu fjölmiðlaumræðu sem á sér stað um múslima en engin vandræði hafa komið upp hér á landi sem gætu skýrt þetta," segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um niðurstöður könnunarinnar, í henni kom fram að tuttugu og tvö prósent svarenda vildu síður búa í næstu íbúð við múslima. Einar segir að Biskupsstofa og Alþjóðahús standi að fundum þar sem fulltrúar frá stærstu trúarhópum landsins ræði um sameiginleg hagsmunamál og slík umræða sé líkleg til að eyða fordómum milli trúarhópa. Sigríður Kristjánsdóttir: "Þetta eru sláandi tölur," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, um niðurstöður könnunar IMG Gallup sem leiddi í ljós að einn af hverjum sjö svarendum vildi ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. "Ég tel að það sé með þessa fordóma eins og marga að þeir eru oftast sprottnir af einhverju sem fólk hefur sjálft ekki reynslu af en ef þessir tveir hópar, geðfatlaðir og aðrir, fengju reynslu hvor af öðrum tel ég að viðhorf myndu breytast og umburðarlyndi aukast." "Það eru sláandi tölur að tuttugu og tvö prósent vilji ekki búa við hlið múslima og ég er undrandi á því að Íslendingar, sem oft státa af því að vera umburðarlynd þjóð, hafi svo bara umburðarlyndi gagnvart sumum en ekki öðrum. Hvers konar umburðarlyndi er það?"
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira