Erlent

Sprengjuárásir í Bangladesh

Að minnsta kosti tveir létust og rúmlega 130 særðust þegar um 100 litlar sprengjur sprungu í Bangladesh í gær. Um 50 manns hafa verið handteknir vegna málsins en um heimagerðar sprengjur var að ræða og var mörgum þeirra komið fyrir við opinberar byggingar. Enginn hefur lýst sprengingunum á hendur sér en bæklingar frá herskáum samtökum hafa fundist á þeim stöðum sem sprengjurnar sprungu. Samtökin berjast fyrir því að íslamskt ríki verði stofnað í Bangladesh.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×