Innlent

Gagnrýna aðgerðir lögreglu

Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna harðlega aðgerðir lögreglu og Útlendingastofnunar gegn hópi fólks sem mótmælt hefur umhverfisspjöllum við Kárahjúka og byggingu álbræðslu við Reyðarfjörð. Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðir lögreglunnar séu gjörsamlega úr samhengi við tilefnið og með öllu óréttmætar. Þessi harkalegu viðbrögð yfirvalda við gagnrýni séu ógn við einn af hornsteinum lýðræðisins, rétt almennings til mótmæla. Það sé von samtakanna að kæra mótmælenda vegna yfirgangs lögreglu verði rannsökuð hið fyrsta og að Útlendingastofnun láti af tilburðum sínum að vísa mótmælendum úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×