Erlent

Fjórir skæruliðar drepnir í Riyadh

Fjórir meintir skæruliðar voru drepnir og nokkrir til viðbótar handteknir eftir byssubardaga við öryggissveitir í Sádi-Arabíu í morgun. Lögregla umkringdi hús norður af höfuðborginni Riyadh, drap þar tvo eftirlýsta byssumenn og handsamaði þann þriðja. Þessu til viðbótar voru tveir meintir hryðjuverkamenn skotnir til bana í helgu borginni Medina. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa drepið eða handsaman tuttugu og þrjá af tuttugu og sex þeirra sem lýst var eftir vegna hryðjuverka 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×